Tilkynningar

Störf þingvarða

14.7.2015

Skrifstofa Alþingis óskar eftir að ráða þingverði í fullt starf. Þingverðir starfa á rekstrar- og þjónustusviði Alþingis. Unnið er á dag- og helgarvöktum milli kl. 8.00-20.00. Umsækjandi verður að vera reiðubúinn að vinna yfirvinnu þegar þörf krefur. Gildi skrifstofu Alþingis eru þjónustulund, fagmennska og samvinna.


Helstu verkefni og ábyrgð

 • Öryggisgæsla.
 • Eftirlitsferðir.
 • Akstur bifreiða.
 • Utanumhald og eftirlit með skráningum.
 • Móttaka gesta.
 • Símsvörun.
 • Útréttingar og sendiferðir.
 • Önnur verkefni.


Hæfnikröfur

 • Stúdentspróf, iðnmenntun eða sambærileg menntun.
 • Mjög góð tölvu- og tæknikunnátta.
 • Gott líkamlegt ástand.
 • Færni og lipurði í mannlegum samskiptum.
 • Rík þjónustulund.
 • Snyrtimennska og fáguð framkoma.
 • Góð íslenskukunnátta.
 • Góð tungumálakunnátta, einkum í ensku og Norðurlandamálum.

Frekari upplýsingar um starfið
Um laun starfsmanna Alþingis gildir kjarasamningur milli forseta Alþingis og Félags starfsmanna Alþingis. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um stöðuna. Alþingi er reyklaus vinnustaður.

Athugið að vegna sumarleyfa mun úrvinnsla umsókna ekki fara fram fyrr en eftir 10. ágúst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.


Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 04.08.2015


Nánari upplýsingar veitir

Ólöf Þórarinsdóttir - olof@althingi.is - 563 0500

Smelltu hér til að sækja um starfið