Tilkynningar

Sumarfundur forsætisnefndar á Hólum

19.8.2019

Forsætisnefnd Alþingis hélt sinn árlega sumarfund á Hólum í Hjaltadal 15.–16. ágúst sl. Sumarfundir forsætisnefndar eru haldnir í kjördæmum landsins til skiptis. Þetta eru að jafnaði tveggja daga fundir þar sem undirbúningur fyrir komandi þinghald er ræddur auk þess sem ýmis mál er varða starfsemi og rekstur þingsins og stofnana þess eru til umfjöllunar.

Ásamt forsætisnefnd sátu fundinn embættismenn frá skrifstofunni auk þess sem ríkisendurskoðandi og umboðsmaður Alþingis sátu þann hluta fundarins þar sem fjallað var um málefni þeirra stofnana.

Forsaetisnefnd_Holum_agust2019

Á myndinni eru, talið frá vinstri: Guðjón S. Brjánsson, Þorsteinn Magnússon, Auður Elva Jónsdóttir, Þorsteinn Víglundsson, Willum Þór Þórsson, Þorsteinn Sæmundsson, Þórhallur Vilhjálmsson, Brynjar Níelsson, Helgi Bernódusson, Steingrímur J. Sigfússon, Ragna Árnadóttir, Inga Sæland, Tryggvi Gunnarsson, Skúli Eggert Þórðarson, Bryndís Haraldsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson.

Ljósmynd / Gylfi Jónsson