Tilkynningar

Syngjandi gestir frá Grænlandi

14.9.2018

Góðir gestir komu í heimsókn í Alþingishúsið í dag, hópur barna frá nokkrum litlum þorpum á austurströnd Grænlands. Þau koma hingað til lands á vegum Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, til að læra sund, kynnast jafnöldrum í skólum Kópavogs og íslensku samfélagi. Eitt af því sem jafnan er á dagskrá er heimsókn í þinghúsið, þar sem þau syngja fyrir þingmenn og starfsfólk skrifstofu Alþingis.

Grænlensk börn syngja