Tilkynningar

Þingpallar opnaðir á ný

26.5.2021

Við upphaf þingfundar í dag greindi forseti Alþingis frá því að nýjar reglur um samkomutakmarkanir gera nú mögulegt að opna þingpalla Alþingis að nýju. Fyrst um sinn verður þó einungis hægt að taka á móti tíu manns í einu og verða allir að nota grímur. Þingpallarnir hafa verið lokaðir frá 12. mars á síðasta ári og á þeim tíma hafa gestir ekki mátt koma í Alþingishúsið vegna kórónuveirufaraldursins.

Allajafna eru þingpallar eru öllum opnir á meðan þingfundur stendur og á meðan húsrúm leyfir. Þingfundir samkvæmt starfsáætlun eru mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga og hefjast þeir kl. 13.

Þingpallarnir eru á þriðju hæð Alþingishússins og er gengið inn frá Templarasundi.

Thingpallar