Tilkynningar

Þjónustufulltrúi á skiptiborði skrifstofu Alþingis

11.8.2016

Þjónustufulltrúi á skiptiborði skrifstofu Alþingis.
 
Skrifstofa Alþingis óskar eftir að ráða þjónustufulltrúa á þjónustuborð. Þjónustufulltrúi starfar á rekstrar- og þjónustusviði Alþingis. Um er að ræða dagvinnu en umsækjendur þurfa að vera reiðubúnir að vinna yfirvinnu þegar þörf krefur.

Helstu verkefni og ábyrgð
Almenn símsvörun og dreifing símtala. 
Önnur símaþjónusta. 
Boðanir funda, úthringingar, skilaboðaþjónusta o. fl.
Tölvuvinnsla.
Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfnikröfur
Stúdentspróf eða sambærileg menntun.
Góð tölvu- og tæknikunnátta.
Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
Rík þjónustulund.
Góð íslenskukunnátta.
Góð tungumálakunnátta, einkum í ensku og Norðurlandamálum.

Frekari upplýsingar um starfið
Um laun starfsmanna Alþingis gildir kjarasamningur milli forseta Alþingis og Félags starfsmanna Alþingis. Áhersla er lögð á símenntun í starfi.

Umsækjandi skal senda umsókn sína rafrænt í gegnum ráðningarkerfi Orra. Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Skrifstofa Alþingis hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Tekið skal fram að umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Vakin er athygli á því að Alþingi er reyklaus vinnustaður.

Gildi skrifstofu Alþingis eru
þjónustulund, fagmennska og samvinna.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 29.08.2016

Nánari upplýsingar veitir
Ólöf Þórarinsdóttir - olof@althingi.is  - 5630500

Smelltu hér til að sækja um starfið