Tilkynningar

Þriðji áfangi í þróun talgreinis Alþingis hafinn

20.5.2021

Skrifstofa Alþingis og hugbúnaðarfyrirtækið Tiro hafa gert með sér samning um áframhaldandi þróun og uppfærslur á hugbúnaði fyrir talgreini Alþingis, í þeim tilgangi að auka notagildi talgreinisins, sem var þróaður í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Talgreinirinn fer yfir upptökur af öllum ræðum þingmanna á þingfundum og skilar texta af þeim til útgáfudeildar Alþingis, sem gengur frá honum til birtingar á vef Alþingis.

Verkþættirnir í þriðja áfanga eru þrír:

  • Skjátextasetning í rauntíma á þingræðum. Markmiðið er að texta útsendingu á þingræðum í rauntíma með því að nýta talgreininn. Gert er ráð fyrir að textun verði komin í gagnið í haust.
  • Talgreining á opnum nefndarfundum. Markmiðið er að talgreina alla nefndarfundi sem teknir eru upp og gera upptökur leitarhæfar í textaleit.
  • Textasetning á þingræðum. Markmiðið er að hægt sé að nota yfirfarinn texta af ræðum til að sýna skjátexta á upptökum.


Gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið vorið 2022.