Tilkynningar

Þríeykið heimsækir Alþingi

30.4.2020

Breytingar á þingfundasvæðinu á 2. hæð Alþingishússins hafa verið í undirbúningi með hliðsjón af því að frá og 4. maí nk. verða rýmkaðar reglur sóttvarnayfirvalda um fjölda einstaklinga sem geta verið í sama rými. Í tengslum við þau áform átti forseti, ásamt viðbragðsteymi Alþingis, fjarfund 28. apríl sl. með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Í framhaldi af fundinum komu þeir næsta dag ásamt Ölmu Möller landlækni og Kjartani Hreini Njálssyni, aðstoðarmanni landlæknis, í Alþingishúsið til að skoða aðstæður á þingfundasvæðinu og áttu fund með forseta, forsætisnefnd og viðbragðsteyminu. Niðurstaða þeirra samtala var að óska eftir ráðleggingum og leiðbeiningum frá þeim um sóttvarnir sem nýst gætu í áframhaldandi vinnu við breytingar á þingfundasvæðinu.

IMG_5867IMG_5863