Tilkynningar

Umsjónarmaður Jónshúss

30.3.2015

Auglýst er staða umsjónarmanns Húss Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn (Jónshús). Starfið er laust frá og með 1. september 2015 og er ráðið til þriggja ára.

Alþingi Íslendinga er eigandi Jónshúss og sér stjórn hússins um rekstur þess í umboði Alþingis.

Þrjár meginstoðir eru í rekstri Jónshúss. Þar er sýning um ævi og störf Jóns Sigurðssonar, sem bjó í húsinu árin 1852 til 1879. Í húsinu eru tvær íbúðir fræðimanna og í húsinu fer fram margvíslegt félags- og menningarstarf á vegum Íslendinga í Danmörku. Allar nánari upplýsingar um Jónshús og starfið í húsinu er að finna á heimasíðunni: www.jonshus.dk

Helstu verkefni og ábyrgð
 Ábyrgð og umsjón með rekstri hússins og sýningu um Jón Sigurðsson.
 Ábyrgð á samskiptum og samstarfi við notendur hússins í umboði stjórnar.
 Umsjón með dagskrá og viðburðum í húsinu.
 Samstarf við notendur um félags- og menningarstarf.
 Umsjón með daglegu eftirliti, rekstri og ræstingu.
 Umsjón með tveimur fræðimannsíbúðum.
 Móttaka og aðstoð við fræðimenn.
 Umsjón og áætlanagerð varðandi viðhald og framkvæmdir í samráði við stjórn hússins.
 Viðvera samkvæmt auglýstri dagskrá.
 Önnur verkefni sem umsjónarmanni eru falin í samráði við stjórn.

Hæfnikröfur
 Menntun sem nýtist í starfi.
 Fullt vald á íslensku og dönsku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
 Góð tölvukunnátta.
 Færni og lipurð í mannlegum samskiptum
 Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi.
 Reynsla af félagsstörfum æskileg.
 Þekking á almennum rekstri.

Frekari upplýsingar um starfið
 Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi FSA. Starfsmaður þarf að vera til staðar í samræmi við starfsemi hússins og í samráði við stjórn. Umsjónarmaður fær íbúð á 5. hæð hússins (4. sal) til afnota. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um stöðuna.

Sótt er um starfið á heimasíðu Alþingis, www.althingi.is eða www.starfatorg.is. Umsóknir skulu innihalda greinargóðar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til 20. apríl 2015. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
 Umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Starfshlutfall er 100%
 Umsóknarfrestur er til og með 20.04.2015

Nánari upplýsingar veitir
Karl Magnús Kristjánsson - karl@althingi.is - 563-0500

Smelltu hér til að sækja um starfið