Tilkynningar

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

26.5.2023

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2023 til sama tíma að ári. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 41 gild umsókn.

Fræðimenn sem fengu úthlutun eru:

  • Anna Vilborg Einarsdóttir og Árni Bragason, til að vinna tvö verkefni; annars vegar um enskuvæðingu í nöfnum fyrirtækja og hins vegar um kynbótastarf sauðfjárrækar vegna riðu og aðlögun íslenska kúakynsins.
  • Árni Einarsson og Unnur Jökulsdóttir, til að vinna verkefni um sögu Mývatns á grundvelli DNA í setlögum vatnsins.
  • Dagný Kristjánsdóttir og Kristján J. Jónsson, til að vinna annars vegar verkefni um bókmennta- og læknisfræði og hins vegar verkefni sem ber heitið „Andersen og Íslendingarnir“.
  • Guðný Nielsen, til að vinna verkefni sem ber heitið „Loftlagslausnin menntun stúlkna í lágtekjuríkjum“.
  • Knútur Bruun, til að skrá listaverk Svavars Guðnasonar í einkaeign og dönskum söfnum.
  • Margrét Jónsdóttir Njarðvík, til að vinna verkefni um háskólamenntun í Danmörku.
  • Oddur Þorri Viðarsson, til að vinna verkefni um upplýsingarétt samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn.
  • Pétur Ármannsson, til að kanna danskar rætur módernískrar byggingarlistar á Íslandi.
  • Pétur Pétursson, til að vinna verkefni um Magnús Eiríksson frater.
  • Salvör Kristjana Gissurardóttir, til að vinna verkefni sem ber heitið „Tölvuleikir, nám og inngilding“.
  • Svala Ísfeld Ólafsdóttir, til að vinna verkefni um mansal og hagnýtingu á vinnuafli.
  • Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir, til að vinna verkefni um Kristján Kristjánsson frá Ytri Veðraá, íslenskan iðnaðarmann í Danmörku í lok 19. aldar.
  • Þórhallur Ingi Halldórsson, til að kanna tengsl mataræðis á meðgöngu við krabbamein í börnum.

Í úthlutunarnefndinni eiga sæti dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, sem er formaður nefndarinnar, dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, og Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður. Ritari nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, sviðsstjóri samskipta- og alþjóðasviðs skrifstofu Alþingis.