Tilkynningar

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

14.6.2019

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2019 til ágústloka 2020. Nefndinni bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 43 verkefnum. Úthlutað var dvalartíma til eftirtalinna fræðimanna:

Steinunn Þórarinsdóttir og Jón Ársæll Þórðarsson, til að vinna annars vegar að listaverkasýningum, rannsóknum og fyrirlestrum, og hins vegar handritsgerð að sjónvarpsþáttaröð um Jón Indíafara.

Þorsteinn Vilhjálmsson, til að vinna verkefni sem ber heitið „Kaupstaðarsóttin: Skörun, stéttarskipting og kynferði í Reykjavík 1875-1940“

Inga Lára Baldvinsdóttir, til að vinna að rannsókn um ævi og störf fyrsta íslenska kvenljósmyndarans.

Jörgen Pind, til að vinna að endurskoðaðri útgáfu ævisögu Guðmundar Finnbogasonar sálfræðings.

Davíð Logi Sigurðsson, til að vinna að bókaskrifum um afdrif Íslendinga við hernám Danmerkur.

Arndís S. Árnadóttir, til að vinna að bók um Svein Kjarval, húsgagna- og innanhússarkitekt, í tilefni þess að hundrað ár eru frá fæðingu hans.

Þóra Steingrímsdóttir, til að vinna við ritstýringu norrænnar rafrænnar textabókar fyrir læknanema í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum.

Viðar Hreinsson, til að vinna verkefni um Jón lærða og norræn vísindi á 17. og 18. öld.

Kristján Árnason, til að vinna að ritun handbókar um sögu íslenskrar tungu.

Inga Bergmann Árnadóttir, til að vinna að rannsókn á glerungseyðingu íslenskra og danskra ungmenna.

Sigrún Alba Sigurðardóttir, til að vinna verkefni sem ber heitið „Ljóðræn frásögn í norrænum samtímaljósmyndum“

Guðmundur Ólafsson, til að vinna að rannsókn sem ber heitið „The complex developement of a Greenlandic Norse Farm. Analyses of the buildings at the GUS site“.

Í úthlutunarnefndinni eiga sæti dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, sem er formaður nefndarinnar, dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, og Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður. Ritari nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður skrifstofu forseta Alþingis.

Jónshús KaupmannahöfnJónshús í Kaupmannahöfn.