Tilkynningar

Varamenn taka sæti

15.10.2018

Eftirtaldir varaþingmenn taka sæti á Alþingi mánudaginn 15. október: Ingibjörg Þórðardóttir tekur sæti sem varamaður fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, Hildur Sverrisdóttir tekur sæti sem varamaður fyrir Brynjar Níelsson, María Hjálmarsdóttir tekur sæti sem varamaður fyrir Loga Einarsson, Þórarinn Ingi Pétursson tekur sæti sem varamaður fyrir Líneik Önnu Sævarsdóttur og Valgerður Gunnarsdóttir tekur sæti sem varamaður fyrir Njál Trausta Friðbertsson.