Tilkynningar

Vinnuhópur um endurskoðun kosningalaga lýkur störfum í ágúst n.k.

8.7.2016

Vinnuhópur um endurskoðun kosningalaga mun skila forseta Alþingis skýrslu um störf sín ásamt drögum að lagafrumvarpi í 2. viku ágústmánaðar næst komandi.

Þeir sem vilja kynna sér drög að skýrslu vinnuhópsins og frumvarpsdrögin geta gert það hér.

Þeir sem vilja koma með athugasemdir eða ábendingar við frumvarpsdrögin skulu senda vinnuhópnum athugasemdir sínar á kosningalog@althingi.is fyrir lok vinnudags, föstudaginn 5. ágúst næst komandi.