Nýbygging á Alþingisreit

1.12.2023 : Smiðja er nafn nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis

Smidja-vinningshafiNý skrifstofubygging Alþingis hefur hlotið nafnið Smiðja. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, tilkynnti niðurstöðu nafnasamkeppni rétt í þessu í nýja húsinu við Tjarnargötu 9 og veitti höfundi tillögunnar, Gísla Hrannari Sverrissyni, viðurkenningu.

Lesa meira

20.10.2023 : Nokkrar staðreyndir um nýbyggingu Alþingis

20230926_111802Senn líður að því að ný skrifstofubygging Alþingis verði tekin í notkun og nú er hafin samkeppni um nafn á húsið. Það sem flyst yfir í nýja húsið er eftirfarandi: Allar skrifstofur þingmanna, fundarherbergi fastanefnda Alþingis og skrifstofur starfsfólks (eru nú í Austurstræti 8–10, 12a og 14, alls tæplega 4.200 fermetrar), auk eldhúss og matsalar (sem nú eru á annarri hæð Skála). Nýja húsið er, að meðtöldum bílakjallara, um 6.500 fermetrar.

Lesa meira

18.10.2023 : Nafnasamkeppni um nýbyggingu Alþingis

Asynd-sudur-Med-T9Boðað er til samkeppni um nafn á nýja skrifstofubyggingu Alþingis. Samkeppnin er opin almenningi og verður tilkynnt um niðurstöðuna á fullveldisdaginn, 1. desember nk., en ráðgert er að nýbyggingin verði tekin í notkun á næstu vikum.

Lesa meira

30.11.2022 : Forsætisnefnd skoðar nýbyggingu Alþingis

Nefndarherbergi2Forsætisnefnd Alþingis fór í skoðunarferð um nýbygginguna á Tjarnargötu 9 sl. föstudag ásamt verkefnisstjóra FSRE og hönnuðum hússins. Framkvæmdir eru í fullum gangi úti jafnt sem inni en taka á húsið í notkun á nýju löggjafarþingi næsta haust.

Lesa meira

28.1.2022 : Nýbyggingu miðar vel

20220118_130213Framkvæmdir við nýja skrifstofubyggingu Alþingis á Tjarnargötu 9 ganga vel og má nú sjá bygginguna rísa hægt og bítandi upp fyrir framkvæmdagirðinguna og setja með því heilmikinn svip á götumyndina. 

Lesa meira

10.8.2021 : Gólfplata 1. hæðar fullsteypt og um 60% af veggjum á 1. hæð

Nybygging_10082021Vinna við nýbyggingu Alþingis gengur ágætlega þótt hægt hafi á verkinu yfir sumarleyfistímann. Búið er að steypa gólfplötu 1. hæðar, um 60% af veggjum 1. hæðar og undirsláttur hafinn á gólfplötu 2. hæðar.

Lesa meira

5.2.2021 : Botnplata nýbyggingar steypt

20210205_114952Steypuvinna við nýbyggingu Alþingis hófst fyrir alvöru í dag, enda viðraði vel til slíkra verka. Í fyrsta áfanga botnplötunnar fara 380 rúmmetrar af steypu og 46 tonn af járni eru þegar komin í járnabindingu í hana. Ekki veitir af, því þykkt botnplötunnar er að meðaltali 70 cm.

Lesa meira

11.12.2020 : Fyrsta steypan rennur í nýbyggingu á Alþingisreit

Steypan-rennur-11122020Fyrsta steypan rann í nýbyggingu skrifstofuhúss á Alþingisreit í dag og var byrjað á tækni- og lyftugryfju. Gert er ráð fyrir að samtals muni þurfa 4.485 rúmmetra af steypu í bygginguna, mótafletir verði 19.925 fermetrar, steypustyrktarstál 465.000 kg, glerveggir 692 fermetrar og botnplatan verður 60 sentímetra þykk. Þá verða settir í húsið alls 142 gluggar og 187 innihurðir. Girðing kringum framkvæmdasvæðið hefur verið endurnýjuð og sett á hana upplýsingaspjöld til að gefa vegfarendum hugmynd um hvað í uppsiglingu er á Alþingisreitnum.

Lesa meira

18.11.2020 : Samningur undirritaður um byggingu skrifstofuhúss á Alþingisreit

Undirritun-18.11.2020-1Samningur við ÞG verktaka um þriðja áfanga byggingar fimm hæða skrifstofuhúss á Alþingisreit var undirritaður í dag. Undir samninginn rituðu Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri fyrir hönd Alþingis og fyrir hönd verktaka Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verktaka.

Lesa meira

15.10.2020 : Tilboði ÞG verktaka í byggingu skrifstofuhúss á Alþingisreit tekið

NybyggingTilboði lægstbjóðanda, ÞG verktaka, í þriðja áfanga byggingar skrifstofuhúss á Alþingisreit hefur verið tekið og verður gengið frá samningum á næstu dögum. Kostnaðaráætlun verksins að lokinni yfirferð Fjársýslu ríkisins er 3.340.725.282 m. vsk.

Lesa meira

3.9.2020 : Tilboð opnuð í byggingu skrifstofuhúss á Alþingisreit

NybyggingTilboð í þriðja áfanga byggingar skrifstofuhúss á Alþingisreit voru opnuð hjá Ríkiskaupum í dag. Fjórir bjóðendur skiluðu inn tilboðum, tvö þeirra voru undir kostnaðaráætlun og tvö yfir kostnaðaráætlun. Tilboðin verða yfirfarin af Framkvæmdasýslu ríkisins og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvaða tilboði verður tekið. 

Lesa meira

29.6.2020 : Útboð nýbyggingar á Alþingisreit

NybyggingÚtboð þriðja áfanga nýbyggingar á Alþingisreit hefur verið auglýst á útboðsvef Ríkiskaupa. Um er að ræða byggingu sjálfs hússins en áður var búið að bjóða út jarðvegsframkvæmdir og vinnslu steinklæðningar sem verður utan á húsinu. Gert er ráð fyrir að tilboðin verði opnuð í ágúst og framkvæmdir hefjist í september. Verklok eru áætluð í lok febrúar 2023. 

Lesa meira

23.3.2020 : Niðurrekstri stálþilja lokið

Stalthil_23.03.2020Niðurrekstri á stálþiljum meðfram Tjarnargötu lauk fimmtudaginn 19. mars. Næstu dagar fara í að taka umferðareyjuna í Vonarstræti, breyta gangbraut og girðingu. Síðan verða teknar upp hellur og kantsteinar í götunni, grafið ofan af strengjum og þeir færðir til. Að því búnu er svo komið að „uppúrtekt“ jarðvegs á lóðinni.

Lesa meira

5.3.2020 : Stálþil rekin niður meðfram Tjarnargötu

Stalthil-rekin-nidur-1Í dag og næstu daga má búast við nokkrum hávaða og titringi frá Alþingisreit, á meðan verktaki við jarðvegsframkvæmdir nýbyggingar rekur niður stálþil meðfram Tjarnargötu. Vonir standa til að verkið gangi fljótt og vel fyrir sig, þannig að ónæði fyrir þingmenn, starfsmenn, nágranna og vegfarendur verði í lágmarki.

Lesa meira

4.2.2020 : Ávarp forseta Alþingis við fyrstu skóflustungu að nýbyggingu á Alþingisreit

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, flutti ávarp þegar tekin var skóflustunga að nýbyggingu á Alþingisreit 4. febrúar 2020.

Lesa meira

4.2.2020 : Framkvæmdir hafnar á Alþingisreit

Skoflustunga-tekin-ad-vidbyggingu-vid-Althingishusid-thann-4.-februar-2020_20200204_00017_Photographer.is-Geirix-800x600Fyrsta skóflustungan að nýbyggingu Alþingis var tekin í dag, 4. febrúar, og markar hún formlegt upphaf framkvæmda við nýbygginguna á Alþingisreit. Byggingin er þjónustukjarni sem í fyllingu tímans mun sameina á einum stað alla starfsemi nefndasviðs, skrifstofur þingmanna, funda- og vinnuaðstöðu þingflokka o.s.frv.

Lesa meira

22.10.2019 : Tilboð opnuð í jarðvegsframkvæmdir vegna nýbyggingar á Alþingisreit

Tilboð í jarðvegsframkvæmdir vegna nýbyggingar Alþingis við Vonarstræti voru opnuð hjá Ríkiskaupum í dag. Verkið var boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu 12. september sl. og bárust fjögur tilboð frá innlendum aðilum.

 

Lesa meira

18.5.2019 : Alþingisdagurinn 17. maí

NybyggingForseti Alþingis bauð þingmönnum og starfsmönnum skrifstofu Alþingis til fundar í Skála 17. maí til að fara yfir nokkur sameiginleg verkefni sem ofarlega eru á baugi.

Lesa meira

17.12.2016 : Sýning á tillögum í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreitnum

Fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á AlþingisreitnumSýning á öllum tillögum sem dómnefnd í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreitnum bárust verður opin á 1. hæð Landssímahúss (gengið inn frá Austurvelli) kl. 14–17 sunnudaginn 18. desember og á virkum dögum kl. 16–18 fram að áramótum.  

Lesa meira

17.12.2016 : Niðurstaða dómnefndar í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreit

1. verðlaun í hönnunar­samkeppni um nýbygginu á AlþingisreitnumFormaður dómnefndar í hönnunar­samkeppni um nýbyggingu á Alþingisreit, Einar K. Guðfinnsson, tilkynnti í dag um niðurstöðu dómnefndar. Arkitektar Studio Granda áttu verðlaunatillöguna. Allar tillögurnar má sjá í dómnefndaráliti.

Lesa meira

16.12.2016 : Niðurstaða dómnefndar í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreit

Tilkynnt verður um niðurstöðu dómnefndar í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreit laugardaginn 17. desember, kl. 14. Sýning á  tillögum sem bárust verður opin á 1. hæð Landssímahúss kl. 14–17 sunnudaginn 18. desember og á virkum dögum kl. 16–18 fram að áramótum. 

Lesa meira

27.6.2016 : Hönnunarsamkeppni um nýbyggingu

AlþingisreiturFramkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Alþingis býður til opinnar hönnunarsamkeppni (framkvæmdasamkeppni) um nýja byggingu fyrir Alþingi á Alþingisreit. Nánari upplýsingar er að á vef Ríkiskaupa.

Lesa meira