Nýbygging á Alþingisreit

3.9.2020 : Tilboð opnuð í byggingu skrifstofuhúss á Alþingisreit

NybyggingTilboð í þriðja áfanga byggingar skrifstofuhúss á Alþingisreit voru opnuð hjá Ríkiskaupum í dag. Fjórir bjóðendur skiluðu inn tilboðum, tvö þeirra voru undir kostnaðaráætlun og tvö yfir kostnaðaráætlun. Tilboðin verða yfirfarin af Framkvæmdasýslu ríkisins og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvaða tilboði verður tekið. 

Lesa meira

29.6.2020 : Útboð nýbyggingar á Alþingisreit

NybyggingÚtboð þriðja áfanga nýbyggingar á Alþingisreit hefur verið auglýst á útboðsvef Ríkiskaupa. Um er að ræða byggingu sjálfs hússins en áður var búið að bjóða út jarðvegsframkvæmdir og vinnslu steinklæðningar sem verður utan á húsinu. Gert er ráð fyrir að tilboðin verði opnuð í ágúst og framkvæmdir hefjist í september. Verklok eru áætluð í lok febrúar 2023. 

Lesa meira

23.3.2020 : Niðurrekstri stálþilja lokið

Stalthil_23.03.2020Niðurrekstri á stálþiljum meðfram Tjarnargötu lauk fimmtudaginn 19. mars. Næstu dagar fara í að taka umferðareyjuna í Vonarstræti, breyta gangbraut og girðingu. Síðan verða teknar upp hellur og kantsteinar í götunni, grafið ofan af strengjum og þeir færðir til. Að því búnu er svo komið að „uppúrtekt“ jarðvegs á lóðinni.

Lesa meira

5.3.2020 : Stálþil rekin niður meðfram Tjarnargötu

Stalthil-rekin-nidur-1Í dag og næstu daga má búast við nokkrum hávaða og titringi frá Alþingisreit, á meðan verktaki við jarðvegsframkvæmdir nýbyggingar rekur niður stálþil meðfram Tjarnargötu. Vonir standa til að verkið gangi fljótt og vel fyrir sig, þannig að ónæði fyrir þingmenn, starfsmenn, nágranna og vegfarendur verði í lágmarki.

Lesa meira

4.2.2020 : Ávarp forseta Alþingis við fyrstu skóflustungu að nýbyggingu á Alþingisreit

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, flutti ávarp þegar tekin var skóflustunga að nýbyggingu á Alþingisreit 4. febrúar 2020.

Lesa meira

4.2.2020 : Framkvæmdir hafnar á Alþingisreit

Skoflustunga-tekin-ad-vidbyggingu-vid-Althingishusid-thann-4.-februar-2020_20200204_00017_Photographer.is-Geirix-800x600Fyrsta skóflustungan að nýbyggingu Alþingis var tekin í dag, 4. febrúar, og markar hún formlegt upphaf framkvæmda við nýbygginguna á Alþingisreit. Byggingin er þjónustukjarni sem í fyllingu tímans mun sameina á einum stað alla starfsemi nefndasviðs, skrifstofur þingmanna, funda- og vinnuaðstöðu þingflokka o.s.frv.

Lesa meira

22.10.2019 : Tilboð opnuð í jarðvegsframkvæmdir vegna nýbyggingar á Alþingisreit

Tilboð í jarðvegsframkvæmdir vegna nýbyggingar Alþingis við Vonarstræti voru opnuð hjá Ríkiskaupum í dag. Verkið var boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu 12. september sl. og bárust fjögur tilboð frá innlendum aðilum.

 

Lesa meira

18.5.2019 : Alþingisdagurinn 17. maí

NybyggingForseti Alþingis bauð þingmönnum og starfsmönnum skrifstofu Alþingis til fundar í Skála 17. maí til að fara yfir nokkur sameiginleg verkefni sem ofarlega eru á baugi.

Lesa meira

17.12.2016 : Sýning á tillögum í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreitnum

Fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á AlþingisreitnumSýning á öllum tillögum sem dómnefnd í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreitnum bárust verður opin á 1. hæð Landssímahúss (gengið inn frá Austurvelli) kl. 14–17 sunnudaginn 18. desember og á virkum dögum kl. 16–18 fram að áramótum.  

Lesa meira

17.12.2016 : Niðurstaða dómnefndar í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreit

1. verðlaun í hönnunar­samkeppni um nýbygginu á AlþingisreitnumFormaður dómnefndar í hönnunar­samkeppni um nýbyggingu á Alþingisreit, Einar K. Guðfinnsson, tilkynnti í dag um niðurstöðu dómnefndar. Arkitektar Studio Granda áttu verðlaunatillöguna. Allar tillögurnar má sjá í dómnefndaráliti.

Lesa meira

16.12.2016 : Niðurstaða dómnefndar í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreit

Tilkynnt verður um niðurstöðu dómnefndar í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreit laugardaginn 17. desember, kl. 14. Sýning á  tillögum sem bárust verður opin á 1. hæð Landssímahúss kl. 14–17 sunnudaginn 18. desember og á virkum dögum kl. 16–18 fram að áramótum. 

Lesa meira

27.6.2016 : Hönnunarsamkeppni um nýbyggingu

AlþingisreiturFramkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Alþingis býður til opinnar hönnunarsamkeppni (framkvæmdasamkeppni) um nýja byggingu fyrir Alþingi á Alþingisreit. Nánari upplýsingar er að á vef Ríkiskaupa.

Lesa meira