Nýbygging á Alþingisreit
Niðurrekstri stálþilja lokið
Niðurrekstri á stálþiljum meðfram Tjarnargötu lauk fimmtudaginn 19. mars. Næstu dagar fara í að taka umferðareyjuna í Vonarstræti, breyta gangbraut og girðingu. Síðan verða teknar upp hellur og kantsteinar í götunni, grafið ofan af strengjum og þeir færðir til. Að því búnu er svo komið að „uppúrtekt“ jarðvegs á lóðinni.