Blaðamenn í Alþingishúsinu

Starfsaðstaða blaða- og fréttamanna er á 3. hæð þinghússins og í blaðamannastúku á þingpöllum. Þeim er frjáls aðgangur að anddyri og matsal í Skála, starfssvæði sínu á 3. hæð í Alþingishúsi og setustofu í Kringlu. Þeim er hins vegar óheimill aðgangur að 2. hæð þinghússins utan gönguleiðar er tengir Alþingishús og Skála. Vilji fréttamenn ná sambandi við þingmenn biðja þeir þingverði fyrir skilaboð.

Fréttamenn þurfa að leita leyfis deildarstjóra þingvörslu eða staðgengils hans til ljósmyndatöku eða kvikmyndatöku af þingpöllum og úr hliðardyrum þingsalar. Ljósmyndatökur eru aldrei leyfðar inni í þingsal eða matsal, hvorki á þingfundartíma né utan hans. Sjá nánar, reglur um aðgang og umgengni í Alþingishúsi og Skála.