Háskólakynning

Boðið er upp á kynningu á störfum Alþingis fyrir háskólanema. Kynningin hentar nemum í flestum fögum á háskólastigi, til dæmis stjórnmálafræði, lögfræði, sagnfræði, félagsfræði og opinberri stjórnsýslu.

Tekið er á móti hópnum í húsnæði Skólaþings, Austurstræti 8–10 (gengið inn frá Austurvelli). Kynningin hefst á stuttum fyrirlestri og spjalli um helstu störf Alþingis og starfsemi hinna ýmsu deilda skrifstofunnar. Leitast verður við að fá alþingismenn og starfsfólk skrifstofu Alþingis til að taka þátt í kynningunni og svara fyrirspurnum. Eftir kynninguna liggur leiðin yfir í Alþingishúsið þar sem gengið verður um bygginguna og sagt frá því helsta sem ber fyrir augu.

Nánari upplýsingar og bókanir 

Háskólar