Laus störf þingvarða

Skrifstofa Alþingis óskar eftir að ráða tvo þingverði í fullt starf. Þingverðir starfa á rekstrar- og þjónustusviði skrifstofunnar. Unnið er á dag- og helgarvöktum milli kl. 8.00 og 20.00. Umsækjandi verður að vera reiðubúinn að vinna yfirvinnu þegar þörf krefur. 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Þjónusta við þingmenn og starfsmenn. 
 • Öryggisgæsla. 
 • Akstursþjónusta. 
 • Eftirlit með húsnæði þingsins. 
 • Utanumhald og eftirlit með skráningum.  
 • Móttaka gesta og símsvörun. 
 • Leiðsögn gesta um þinghúsið. 
 • Önnur verkefni.

 Hæfnikröfur

 • Stúdentspróf, iðnmenntun eða sambærileg menntun. 
 • Marktæk starfsreynsla sem nýtist í starfi. 
 • Reynsla af akstursþjónustu kostur.  
 • Mjög góð tölvu- og tæknikunnátta. 
 • Gott líkamlegt ástand. 
 • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum. 
 • Háttvísi og rík þjónustulund. 
 • Góð íslenskukunnátta. 
 • Góð tungumálakunnátta, einkum í ensku og Norðurlandamálum.

Frekari upplýsingar um starfið

Um laun starfsmanna Alþingis gildir kjarasamningur milli forseta Alþingis og Félags starfsmanna Alþingis.

Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn sína rafrænt í gegnum ráðningarkerfi Orra. Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. 

Skrifstofa Alþingis hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Áhersla er lögð á símenntun í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Gildi skrifstofu Alþingis eru þjónustulund, fagmennska og samvinna.

Starfshlutfall er 100%.

Umsóknarfrestur er til og með 22.10.2018.

Nánari upplýsingar veitir Guðlaugur Ágústsson - gulli@althingi.is - 563 0500.

Smelltu hér til að sækja um starfið.