Laust starf fræðslustjóra á skrifstofu Alþingis

Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir fræðslustjóra til starfa á rannsókna- og upplýsingaskrifstofu. Starf fræðslustjóra felst einkum í að móta fjölbreytta kynningu og fræðslu um starfsemi Alþingis fyrir alla aldurshópa með áherslu á leik-, grunn- og framhaldsskólanema. Um er að ræða nýtt og spennandi starf í fjölbreyttu og lifandi starfsumhverfi á skrifstofu Alþingis.

Rannsókna- og upplýsingaskrifstofa sinnir ýmiss konar þjónustu fyrir alþingismenn og starfsfólk þingsins, s.s. gagna- og upplýsingaöflun, gerð úttekta og samantekta, gerð fræðslu- og kynningarefnis fyrir Alþingi, annast móttöku gesta í Skólaþingi og Alþingishúsinu ásamt almennri upplýsingagjöf til almennings. Starfsmenn rannsókna- og upplýsingaskrifstofu eru átta talsins.


Helstu verkefni og ábyrgð 

 • Skipulagning og mótun fræðslustarfs fyrir Alþingi.
 • Umsjón með starfsemi Skólaþings.
 • Móttaka skólahópa og annarra gesta.
 • Gerð fræðslu- og kynningarefnis um Alþingi.
 • Umsjón með hönnunar- og útgáfuvinnu.
 • Upplýsingagjöf og fræðsla til almennings.
 • Önnur verkefni sem fræðslustjóra er falið að vinna. 


Hæfnikröfur 

 • Háskólapróf í uppeldis- og menntunarfræðum eða annað háskólapróf sem nýtist í starfi.
 • Marktæk reynsla af fræðslu- og kynningarstörfum.
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
 • Sjálfstæð, nákvæm og öguð vinnubrögð.
 • Skipulags- og samskiptahæfni.
 • Framsýni og góð þekking á upplýsingatækni. 
 • Jákvæðni og sveigjanleiki.
 • Reynsla af teymisvinnu er æskileg.


Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags starfsmanna Alþingis. Tekið er mið af jafnréttisáætlun skrifstofu Alþingis við ráðningar.

Sótt er um starfið í gegnum ráðningarkerfi Orra. Umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem umsækjandi rökstyður umsókn sína og lýsir hæfni sinni til starfsins.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir um starfið gilda í sex mánuði frá auglýsingu þessari.

Gildi skrifstofu Alþingis eru fagmennska, samvinna og þjónustulund.


Nánari upplýsingar um starfsemi Alþingis og skrifstofu þingsins er að finna á vef Alþingis.

Starfshlutfall er 100%.

Umsóknarfrestur er til og með 25. maí 2020.


Nánari upplýsingar veitir
Solveig K. Jónsdóttir, forstöðumaður
rannsókna- og upplýsingaskrifstofu
solveig@althingi.is
s. 563-0500

Smellið hér til að sækja um starf.