Laust starf hagfræðings á nefndasviði

Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir hagfræðingi með sérþekkingu á sviði efnahagsmála og þjóðhagfræði til að sinna sérfræðiaðstoð og -þjónustu við þingnefndir og þingmenn. Hagfræðingurinn mun starfa á nefndasviði Alþingis og sinna þar m.a. greiningu tölfræðilegra gagna, skoða tengsl áhrifaþátta í hagkerfinu og vinna spár fyrir þingmenn og þingnefndir. Á nefndasviði starfa um 30 sérfræðingar og er meginmarkmið starfs sviðsins að tryggja gæði lagasetningar og tryggja þingmönnum sérfræðiþjónustu sem gerir þeim kleift að sinna skyldum sínum. Um nýtt starf er að ræða og tækifæri fyrir kraftmikinn sérfræðing til að móta starfið og takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í lifandi umhverfi.

Starfssvið

 • Fagleg aðstoð við fastanefndir þingsins og þingmenn.
 • Gerð sjálfstæðra úttekta um hagfræðileg málefni fyrir þingmenn og þingnefndir.
 • Úrvinnsla og tölfræðigreining innlendra og alþjóðlegra gagna.
 • Greining á tengslum áhrifaþátta í hagkerfinu.
 • Aðstoð við kostnaðarmat á breytingartillögum nefnda og á frumvörpum.

Hæfnikröfur

 • Meistarapróf á sviði hagfræði.
 • Reynsla af greiningum, rannsóknarstörfum og tölfræðilegri úrvinnslu.
 • Skipulögð og öguð vinnubrögð.
 • Frumkvæði, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Reynsla af teymisvinnu er kostur.
 • Mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
 • Góð kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli.

Umsóknarfrestur er til og með 27. maí 2019.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi forseta Alþingis og Félags starfsmanna Alþingis. Skrifstofa Alþingis hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

Gildi skrifstofu Alþingis eru þjónustulund, fagmennska og samvinna.

Sækja skal um starfið á vef Capacent.

Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá ásamt prófskírteinum og kynningarbréfi þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína í starfið. Umsóknir um starfið gilda í sex mánuði frá auglýsingu þessari.

Umsjón með starfinu hafa Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) og Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) hjá Capacent ráðningum.