Laust starf í ræstingu

Skrifstofa Alþingis óskar eftir að ráða starfsmann í ræstingu í fullt starf á dagvinnutíma. Unnið er í teymum og vinnutíminn er kl. 7–15 auk tilfallandi yfirvinnu. Ræstingin er sjö manna starfseining á rekstrar- og þjónustusviði Alþingis.

Helstu verkefni og ábyrgð

Þrif á skrifstofuhúsnæði Alþingis.

Hæfnikröfur

  • Reynsla af sambærilegu starfi er nauðsynleg.
  • Hreinlæti og snyrtimennska.
  • Gott líkamlegt ástand.
  • Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Háttvísi og rík þjónustulund.
  • Góð íslensku- eða enskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Eflingar.
Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn sína rafrænt í gegnum ráðningarkerfi Orra. Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Skrifstofa Alþingis hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Gildi skrifstofu Alþingis eru: Þjónustulund, fagmennska og samvinna.

Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur er til og með 19.11.2018

Nánari upplýsingar veitir Jóna Brynja Tómasdóttir - jbt@althingi.is – 563 0500.

Sækja um starf.