Lögfræðingur á lagaskrifstofu

Lagaskrifstofa Alþingis sinnir verkefnum fyrir forseta, forsætisnefnd og yfirstjórn skrifstofu Alþingis. Hún er jafnframt öðrum starfseiningum til ráðgjafar auk þess sem skrifstofan sinnir verkefnum tengdum alþingismönnum og kosningum. Lögfræðingur á lagaskrifstofu mun sinna verkefnum á sviði lögfræði fyrir forseta Alþingis, forsætisnefnd og yfirstjórn þingsins. Um nýtt stöðugildi er að ræða og því tækifæri fyrir kraftmikla sérfræðinga til að móta nýtt starf og takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í lifandi umhverfi. 

Helstu verkefni og ábyrgð

Úrlausn sérhæfðra verkefna á sviði lögfræði fyrir forseta, forsætisnefnd og yfirstjórn skrifstofu þingsins.

Stuðningur við aðrar starfseiningar skrifstofunnar í einstökum málum. 

Ráðgjöf um lagasetningu sem varðar starfsemi Alþingis og stofnanir þess. 

Umsjón með hagsmunaskráningu alþingismanna.

Ráðgjöf og aðstoð við landskjörstjórn í störfum hennar. 

Rannsóknir á sviði stjórnskipunarréttar, einkum hvað varðar starfsemi þjóðþinga.

Hæfnikröfur

Embættispróf í lögfræði eða grunnnám í lögfræði auk meistaraprófs í greininni.

Þekking á stjórnsýslurétti og/eða stjórnskipunarrétti æskileg.

Reynsla úr opinberri stjórnsýslu eða af sambærilegu starfi æskileg.

Sjálfstæði í starfi og geta til að vinna undir álagi. 

Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.

Skipulögð og öguð vinnubrögð. 

Frumkvæði, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.

Góð tungumálakunnátta, einkum í Norðurlandamálum og ensku.

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi forseta Alþingis og Félags starfsmanna Alþingis. 

Sótt er um starfið í gegnum ráðningarkerfi Orra. Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá ásamt prófskírteini og kynningarbréfi þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir um starfið gilda í sex mánuði frá auglýsingu þessari.

Skrifstofa Alþingis hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Gildi skrifstofu Alþingis eru fagmennska, samvinna og þjónustulund.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 20.08.2018

Nánari upplýsingar veitir

Þórhallur Vilhjálmsson - thorhallurv@althingi.is - 563-0500

Smelltu hér til að sækja um starfið