Matreiðslumaður óskast í mötuneyti Alþingis

Við leitum að jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi í tímabundið afleysingarstarf í mötuneyti Alþingis. Skrifstofa Alþingis er lifandi og skemmtilegur vinnustaður sem leggur áherslu á fjölskylduvænt og öruggt vinnuumhverfi.

Mötuneytið er í Skála við Kirkjustræti. Þar borða að jafnaði 120–160 manns í hádegi. Einnig er útbúinn matur fyrir kvöldfundi, aðra fundi og móttökur. Alþingi býður upp á fjölbreyttan og hollan mat sem eldaður er frá grunni og leggur áherslu á ferskt hráefni. Í mötuneytinu starfa fjórir starfsmenn.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Matseld, bakstur og annar matarundirbúningur
 • Undirbúningur og vinna við móttökur og fundi
 • Þátttaka í skipulagningu og matseðlagerð
 • Uppþvottur og þrif
 • Önnur verkefni í mötuneyti

Hæfnikröfur

 • Iðnmenntun í matvælagreinum sem nýtist í starfi
 • Marktæk reynsla af vinnu í mötuneyti eða í sambærilegu starfi
 • Ástríða og góð kunnátta í matargerð og bakstri
 • Þekking á grænmetisfæði kostur
 • Lipurð í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Snyrtimennska og stundvísi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem forseti Alþingis og Félag starfsmanna Alþingis hafa gert.
Sótt er um starfið í gegnum ráðningarkerfi Orra. Umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem umsækjandi rökstyður umsókn sína og lýsir hæfni sinni til starfsins. Mikilvægt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst en gert er ráð fyrir tímabundinni ráðningu til 30. júní 2022.

Tekið er mið af jafnréttisáætlun skrifstofu Alþingis við ráðningar. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir um starfið gilda í sex mánuði frá auglýsingu þessari.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 20.01.2021

Nánari upplýsingar veitir

Svana Ingibergsdóttir – svanai@althingi.is – 563-0500

Nánari upplýsingar um starfsemi Alþingis og skrifstofu þingsins er að finna á vef Alþingis.

Smelltu hér til að sækja um starfið