Sérfræðingur í útgáfu þingskjala

Sérfræðingur í útgáfu þingskjala

Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir sérfræðingi til vinnslu og útgáfu þingskjala á nefndasviði skrifstofunnar. Um er að ræða fullt starf. Gildi skrifstofu Alþingis eru þjónustulund, fagmennska og samvinna.

Nefndasvið Alþingis annast fjölbreytt verkefni, meðal annars þjónustu við fastanefndir og alþjóðanefndir þingsins, þingmálagerð og útgáfu þingskjala. Nefndasvið skiptist í þrjár deildir, alþjóðadeild, deild fastanefnda og skjaladeild. Á sviðinu eru um 30 starfsmenn sem starfa í teymum, þar af starfa nú sex sérfræðingar við vinnslu og útgáfu þingskjala.

Helstu verkefni og ábyrgð
Vinnsla og útgáfa þingskjala (frumvarpa, tillagna, nefndarálita o.fl.) á prenti og vef.
Yfirlestur, lagfæringar á lagatæknilegum atriðum, frágangur texta o.fl.

Hæfnikröfur
Háskólapróf í íslensku, málvísindum eða sambærilegum greinum.
Reynsla af yfirlestri og ritstjórn.
Þekking á íslensku lagamáli er æskileg.
Þekking á þjóðfélagsmálum.
Sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum.
Sveigjanleiki og lipurð í mannlegum samskiptum.
Reynsla af teymisvinnu er æskileg.
Hæfni til að vinna undir álagi.
Góð tölvukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags starfsmanna Alþingis.
Æskilegt væri að viðkomandi gæti hafið störf eigi síðar en 15. janúar 2018. Skrifstofa Alþingis hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Umsóknum skulu fylgja ferilskrá og kynningarbréf.

Vakin er athygli á því að Alþingi er reyklaus vinnustaður.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.11.2017

Nánari upplýsingar veitir
Guðrún Þóra Guðmannsdóttir - gtg@althingi.is - 563-0500
Hildur Eva Sigurðardóttir - hildureva@althingi.is - 563-0500