Skrifstofa Alþingis

Skrifstofa Alþingis annast margvíslega þjónustu við þingmenn og þá sem leita þurfa upplýsinga eða með erindi sín til þingsins.
Nánari upplýsingar um verkefni skrifstofunnar er að finna í skipuritinu. Laus störf á skrifstofu Alþingis eru auglýst með tilkynningum á vef Alþingis og á starfatorgi.


Skipurit

Skrifstofustjóra til aðstoðar eru þrír aðstoðarskrifstofustjórar (rekstur, stjórnsýsla, þingstörf) sem ásamt honum mynda yfirstjórn skrifstofunnar. Aðstoðarskrifstofustjóri sem hefur umsjón með almennum rekstri þingsins er jafnframt staðgengill skrifstofustjóra. Undir aðstoðarskrifstofustjóra heyra samsvarandi þrjár skrifstofur sem stýrt er af forstöðumönnum. Skrifstofa Alþingis skiptist að öðru leyti í þrjú kjarnasvið og heyra forstöðumenn þeirra beint undir skrifstofustjóra. Skrifstofustjóri Yfirstjórn Forsetaskrifstofa Þingfundaskrifstofa Lagaskrifstofa Fjármálaskrifstofa Starfsmannaskrifstofa Upplýsingatækniskrifstofa Nefndasvið: fastanefndir, alþjóðanefndir og skjaladeild Upplýsinga- og útgáfusvið: ræðuútgáfa, upplýsingaþjónusta og almannatengsl Rekstrar- og þjónustusvið: þingvarsla og öryggismál, almenn þjónusta og umsjón fasteigna Skrifstofustjóra til aðstoðar eru þrír aðstoðarskrifstofustjórar (rekstur, stjórnsýsla, þingstörf) sem ásamt honum mynda yfirstjórn skrifstofunnar. Aðstoðarskrifstofustjóri sem hefur umsjón með almennum rekstri þingsins er jafnframt staðgengill skrifstofustjóra. Skrifstofa Alþingis skiptist í þrjú kjarnasvið og 6 skrifstofur.