Skrifstofa Alþingis

Skrifstofa Alþingis annast margvíslega þjónustu við þingmenn og þá sem leita þurfa upplýsinga eða með erindi sín til þingsins. Nánari upplýsingar um verkefni skrifstofunnar er að finna í skipuritinu.

Aðalskiptiborð, sími: (+354) 56 30 500. Skiptiborðið er jafnan opið frá kl. 8.00-17.00 mánudaga til fimmtudaga en á föstudögum til kl. 16.00. Jafnframt er skiptiborðið opið meðan þingfundir standa.

Á þingtíma er vinnutími starfsmanna almennt frá kl. 9.00 til 17.00. Á sumrin er skrifstofa Alþingis opin frá kl. 8.00 til 16.00.