Mannauðs- og gæðaskrifstofa

Hlutverk mannauðs- og gæðaskrifstofu er að hafa umsjón með kjara- og mannauðsmálum, skjalastjórnun og gæðamálum skrifstofu Alþingis í samráði við yfirstjórn og aðra stjórnendur. Skrifstofan er starfsfólki og stjórnendum til stuðnings og ráðgjafar, gætir hagsmuna þeirra og öryggis. Þá hefur skrifstofan umsjón með mönnun og ráðningum í samráði við stjórnendur ásamt því að sinna jafnréttis-, starfsþróunar- og velferðarmálum starfsfólks.

Mannauðs- og gæðaskrifstofan hefur jafnframt umsjón með launabókhaldi, skjalastjórnunar- og gæðakerfum skrifstofunnar ásamt skjalasafni Alþingis. Skrifstofustjóri felur mannauðsstjóra ábyrgð á rekstri og viðhaldi jafnlaunakerfis skrifstofu Alþingis og að viðhöfð séu fagleg vinnubrögð við skjölun og stjórn jafnlaunakerfisins.

Starfsfólk mannauðs- og gæðaskrifstofu hefur aðsetur á 1. hæð í Kristjánshúsi, Kirkjustræti 10.

Starfsfólk mannauðs- og gæðaskrifstofu

Nafn Netfang Símanúmer
Saga Steinþórsdóttir forstöðumaður 563 0500
Anna Einarsdóttir, skjala- og gæðastjóri 563 0500
Bryndís Bjarnadóttir launafulltrúi 563 0500
Ingibjörg Jónsdóttir verkefnastjóri 563 0500