Skrifstofa forseta Alþingis

Hlutverk forsetaskrifstofu er að vera forseta Alþingis og skrifstofustjóra til aðstoðar. Skrifstofan hefur á hendi úrlausn ýmissa verkefna er varða embættisstörf forseta, umsjón með alþjóðastarfi forseta og umsjón með skjalasafni Alþingis ásamt því að sinna sameiginlegu skrifstofuhaldi fyrir forseta og skrifstofustjóra.

Starfsmenn forsetaskrifstofu hafa aðsetur í  Blöndahlshúsi og Skjaldbreið, Kirkjustræti 8b og 8.


Starfsmenn skrifstofu forseta Alþingis

Nafn Netfang Símanúmer
Jörundur Kristjánsson forstöðumaður 563 0500
Heiðrún Pálsdóttir ritari 563 0500