Skrifstofustjóri Alþingis

Ragna_arnadottir_2Skrifstofustjóri stjórnar skrifstofu Alþingis, framkvæmdum á vegum þingsins og hefur umsjón með fjárreiðum þess og eignum í umboði forseta. Þingfundasvið, nefndasvið og starfsmannaskrifstofa þingsins heyra beint undir skrifstofustjóra. Skrifstofustjóri situr fundi forsætisnefndar og er forseta og nefndinni til aðstoðar í öllu er varðar stjórn þingsins. Aðsetur skrifstofustjóra er á 2. hæð Alþingishússins og á 2. hæð Skjaldbreiðar, Kirkjustræti 8. Um starf hans eru nánari ákvæði í þingsköpum Alþingis.

Ragna Árnadóttir er skrifstofustjóri Alþingis frá 1. september 2019.