Skrifstofustjóri Alþingis

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri AlþingisSkrifstofustjóri stjórnar skrifstofu Alþingis í umboði forseta Alþingis. Aðsetur skrifstofustjóra er á 2. hæð Alþingishússins og á 2. hæð Skjaldbreiðar (Kirkjustræti 8). Um starf hans eru nánari ákvæði í þingsköpum.

Helgi Bernódusson er skrifstofustjóri Alþingis frá 20. janúar 2005.