Þingfundasvið
Þingfundavið skiptist í tvær deildir: þingfundaskrifstofu og ræðuútgáfu. Hlutverk sviðsins er tvíþætt: þjónusta við þingfundi og útgáfa á umræðum í þingsal. Í því felst m.a. undirbúningur þingfunda, gerð dagskrár, skráning þingskjala, upptaka og útsending umræðna á þingfundum, útgáfa þingræðna á vef Alþingis, umsjón með mælendaskrá, atkvæðagreiðslum og lagaskráningu. Sviðið annast einnig upplýsingaþjónustu við þingmenn á þingfundum og útgáfu á vikulegu yfirliti yfir stöðu þingmála.Starfsmenn þingfundaskrifstofu hefur aðsetur á 2. og 3. hæð í Alþingishúsinu og þeir starfsmenn sem sinna ræðuútgáfu starfa á 3. hæð í Skjaldbreið og Blöndahlshúsi, Kirkjustræti 8–10.