Þingfundasvið
Hlutverk þingfundasviðs er þríþætt: þjónusta við þingfundi, útgáfa á umræðum í þingsal og skjalavinnsla. Í því felst m.a. undirbúningur þingfunda, gerð dagskrár, skráning þingskjala, upptaka og útsending umræðna á þingfundum, útgáfa þingræðna á vef Alþingis, umsjón með mælendaskrá, atkvæðagreiðslum og lagaskráningu. Starfsfólk sviðsins annast einnig upplýsingaþjónustu við þingmenn á þingfundum, ráðgjöf og aðstoð við gerð og frágang fyrirspurna, útgáfu á vikulegu yfirliti yfir stöðu þingmála ásamt því að sinna lagatæknilegum yfirlestri og frágangi þingskjala. Sviðið sér jafnframt um útgáfu þingskjala, á prenti og vefsíðum, og uppfærslu og útgáfu lagasafnsins á vef Alþingis.Starfsfólk þingfundasviðs starfar í tveimur deildum. Þingfundaskrifstofa er með aðsetur á 2. og 3. hæð í Alþingishúsinu og útgáfudeild er á 2. og 3. hæð í Skjaldbreið og Blöndahlshúsi við Kirkjustræti 8–10.