Yfirstjórn

Skrifstofustjóri, varaskrifstofustjóri og fjármála- og rekstrarstjóri mynda yfirstjórn skrifstofunnar. Hlutverk yfirstjórnar er veita starfi skrifstofunnar forustu, annast samhæfingu í starfsemi hennar og þróun og móta framtíðarsýn fyrir starf skrifstofunnar. Þeir sem mynda yfirstjórn hafa daglega umsjón með einstökum starfseiningum skrifstofunnar samkvæmt ákvörðun skrifstofustjóra og er sú verkaskipting birt í gildandi skipuriti hverju sinni.              

Skrifstofustjóri Alþingis
Skrifstofustjóri stjórnar skrifstofu Alþingis, framkvæmdum á vegum þingsins og hefur umsjón með fjárreiðum þess og eignum í umboði forseta. Þingfundasvið, nefndasvið og starfsmannaskrifstofa þingsins heyra beint undir skrifstofustjóra. Skrifstofustjóri situr fundi forsætisnefndar og er forseta og nefndinni til aðstoðar í öllu er varðar stjórn þingsins. Aðsetur skrifstofustjóra er á 2. hæð Alþingishússins og á 2. hæð Skjaldbreiðar, Kirkjustræti 8. Um starf hans eru nánari ákvæði í þingsköpum Alþingis.

Varaskrifstofustjóri Alþingis
Varaskrifstofustjóri er staðgengill skrifstofustjóra. Hann hefur umsjón með þremur starfseiningum: forsetaskrifstofu, lagaskrifstofu og rannsókna- og upplýsingaskrifstofu. Varaskrifstofustjóri er ritari forsætisnefndar Alþingis og undirbýr fundi hennar. Hann hefur aðsetur á 2. hæð Blöndahlshúss, Kirkjustræti 8b.

Fjármála- og rekstrarstjóri
Fjármála- og rekstrarstjóri annast fjármálastjórn og rekstur þingsins ásamt því að hafa umsjón með þremur starfseiningum: rekstrar- og þjónustusviði, fjármálaskrifstofu og upplýsingatækniskrifstofu. Fjármála- og rekstrarstjóri hefur aðsetur á 2. hæð Skjaldbreiðar, Kirkjustræti 8.
 


Yfirstjórn skrifstofu Alþingis

Nafn Netfang Símanúmer
Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri 563 0500
Þorsteinn Magnússon varaskrifstofustjóri 563 0500
Auður Elva Jónsdóttir, fjármála- og rekstrarstjóri 563 0500