Gæðastefna

 

Tilgangur

Að samræma verklag starfsfólks og tryggja stöðugar umbætur, gagnsæi og árangursríka þjónustu.
Stefnan tekur til allrar starfsemi skrifstofunnar og nær til alls starfsfólk. Gæðahandbók er hluti af gæðastjórnunarkerfi skrifstofunnar. Starfsfólki er tryggð þjálfun og fræðsla.

Ábyrgð

Skrifstofustjóri ber ábyrgð á gæðastefnu skrifstofunnar. Skjala- og gæðastjóri ber ábyrgð á innleiðingu og eftirliti með framkvæmd hennar ásamt viðhaldi á gæðahandbók skrifstofunnar.

Starfsfólk skrifstofunnar ber sameiginlega ábyrgð á að fylgja þeim verkferlum sem tryggja framkvæmd gæðastefnunnar. Starfsfólk tilkynnir skjala- og gæðastjóra um frávik og galla.

Markmið

Markmið gæðastefnunnar eru að tryggja:

  • gagnsæi og samræmi í vinnubrögðum og skapa traust um starfsemi skrifstofunnar.
  • faglega þjónustu í samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti.
  • vandað verklag sem byggir á skilvirkni, hagkvæmni og ábyrgð.
  • öfluga fagþekkingu og gæðastjórnun innan stofnunarinnar.
  • viðhald gæðastjórnunarkerfis í samræmi við lög og reglur og með hliðsjón af gildandi stöðlum.


Samþykkt á fundi yfirstjórnar og forstöðumanna 18. janúar 2022.