Launastefna skrifstofu Alþingis

Skrifstofustjóri ber ábyrgð á launastefnu skrifstofu Alþingis sem byggist á jafnlaunastefnu og jafnréttisáætlun skrifstofunnar. Markmiðið er að tryggja að konum og körlum séu greidd jöfn laun og skulu þau njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf í samræmi lagalegar kröfur jafnlaunastaðals ÍST 85:2012, lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008 og önnur lög er tengjast málaflokknum. Tryggja skal jafna möguleika til starfa, ábyrgðar, launa, stöðuhækkana, endurmenntunar og starfsþróunar.

Skrifstofa Alþingis greiðir laun sem taka mið af þeim kröfum sem starfið gerir um þekkingu, hæfni og ábyrgð í samræmi við starfaflokkun skrifstofunnar.

  • Umfang og eðli starfa hafa áhrif á laun og ráðast af viðmiðum starfaflokkunar samkvæmt jafnlaunastaðli, s.s. þekkingu, hæfni, ábyrgð, álagi og persónubundnum þáttum samkvæmt stofnannasamningi.
  • Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við launauppbyggingu skrifstofunnar, byggðar á gagnsæjum og málefnalegum forsendum og tryggi að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.
  • Það er sameiginleg ábyrgð stjórnenda að ákvarðanir um launabreytingar tryggi samræmi í launasetningu skrifstofunnar og viðhaldi jafnlaunastefnu hennar.
  • Launastefnan samræmist starfsmannastefnu skrifstofu Alþingis. 

Samþykkt á fundi yfirstjórnar 28. maí 2019