Samgöngustefna
Tilgangur
Með samgöngustefnu skrifstofu Alþingis er stuðlað að minni mengun, heilbrigðum lífsháttum og bættri borgarmynd. Skrifstofan sýnir með því gott fordæmi og eflir vitund starfsfólks um umhverfisvænar samgöngur.
Markmið
Markmið samgöngustefnu skrifstofu Alþingis er að starfsfólk noti umhverfisvænan, hagkvæman og heilsusamlegan ferðamáta. Með umhverfisvænum ferðamáta er átt við allan annan ferðamáta en að ferðast á einkabíl, svo sem að ganga, hjóla eða taka strætisvagn.
Leiðir
- Skrifstofa Alþingis hvetur starfsfólk til að ferðast á umhverfisvænan hátt til og frá vinnu og á vinnutíma. Því starfsfólki sem nýtir sér almenningssamgöngur, hjóla eða ganga til og frá vinnu greiðir skrifstofan samgöngustyrk.
- Skrifstofa Alþingis gerir samgöngusamning við það starfsfólk sem notar umhverfisvænan samgöngumáta.
- Skrifstofa Alþingis mun kappkosta að tryggja góða aðstöðu á vinnustað fyrir það starfsfólk sem hjólar til og frá vinnu.
- Skrifstofa Alþingis hvetur starfsfólk til að fjölga síma- og fjarfundum eins og kostur er.
- Skrifstofa Alþingis mun á vettvangi starfsmannafunda efla vitund starfsfólks um grænan lífsstíl.
- Þegar pantaðir eru leigu- eða flutningabílar á vegum skrifstofu Alþingis skal óskað eftir vistvænum bílum þegar því verður við komið.
Uppfært og samþykkt af yfirstjórn í október 2018.