Starfsmannastefna

Starfsmannastefnu skrifstofu Alþingis er m.a. ætlað:

  1. Að tryggja skrifstofu Alþingis hæfa, áhugasama og trausta starfsmenn.

  2. Að tryggja góða vinnuaðstöðu fyrir starfsmenn og leggja kapp á að aðbúnaður, hollustuhættir og starfsaðstæður séu í góðu horfi.

  3. Að Alþingi sé eftirsóknarverður vinnustaður fyrir hæfa og metnaðarfulla starfsmenn sem fái tækifæri til að eflast í starfi.

  4. Að gott samstarf og gagnkvæmt traust ríki meðal starfsmanna.

  5. Að starfsmenn eigi kost á fræðslu og endurmenntun sem eykur þekkingu þeirra í starfi og auðveldar þeim að takast á við ný og breytileg viðfangsefni.

  6. Að starfsmenn séu vel upplýstir um verkefni sín og skyldur og hafi yfirsýn og staðgóða þekkingu á verkefnum Alþingis.

  7. Að bæta opinbera þjónustu og auka traust almennings á Alþingi.

  8. Að stuðla að jafnrétti meðal starfsmanna Alþingis.

  9. Að auðvelda starfsmönnum að samræma fjölskylduábyrgð og starf.

Það er á ábyrgð starfsmanna og stjórnenda að vinna að framangreindum markmiðum  Starfsmannastefna Alþingis nær til þeirra sem starfa hjá skrifstofu Alþingis. Um starfskjör, réttindi og skyldur starfsmanna fer að lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna, nr. 94/1986 og lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980.