Hvernig getur þú haft áhrif?

Öllum er frjálst að senda nefnd skriflega umsögn


Öllum er frjálst að senda nefnd skriflega umsögn um þingmál að eigin frumkvæði. Slík umsögn hefur sömu stöðu og þær sem berast samkvæmt beiðni nefndar.  Aðgangur að erindum til nefnda er jafnan öllum heimill og eru þau birt á vef.
 • Þú getur skrifað þingnefndum sem hafa til meðferðar þingmál er varða starfssvið þitt eða áhugamál.
  Heimilisfang: Alþingi, 101 Reykjavík.
 • Þú getur farið fram á að fá að koma til fundar við þingnefnd og ræða mál sem nefndin hefur til meðferðar. Sími: 563 0500.
 • Þú getur skrifað þingmönnum bréf eða sent tölvupóst um mikilvæg málefni. Heimilisfang: Alþingi, 101 Reykjavík. Netföng alþingismanna.
 • Þú getur hringt í þingmenn og komið sjónarmiðum þínum á framfæri. Sími: 563 0500.
 • Með þátttöku í starfi stjórnmálaflokks getur þú haft áhrif á málefni sem þér þykja mikilvæg.
 • Með þátttöku í starfi stéttarfélags.
 • Með þátttöku í starfi áhugamannasamtaka sem fást við málaflokka sem þér eru hjartfólgnir.
 • Með því að ræða við sveitarstjórnarmenn og aðra sem gegna ábyrgðarstörfum í heimabyggð.
 • Með skrifum í fjölmiðla og með því að gefa fréttamönnum ábendingar.