Reglur um afnot af fundarherbergjum í húsakynnum Alþingis

1. gr.

Þingmenn geta fengið afnot af fundarherbergjum í húsakynnum Alþingis á skrifstofutíma eða á þingfundartíma þegar þau eru ekki í notkun vegna nefndarfunda eða annarra fundarhalda á vegum þingsins.

2. gr.

Utan skrifstofutíma er fundaraðstaða, fyrir aðra en þingflokka, takmörkuð við skrifstofu þingmanns og fundarherbergi í því húsi þar sem skrifstofa þingmannsins er sem heldur fundinn. Umgengni um húsnæðið er þá á ábyrgð hlutaðeigandi þingmanns.

3. gr.

Á skrifstofutíma er hægt að fá kaffi og te á fundi sé þess óskað. Óski þingmaður eftir meðlæti ber hann sjálfur kostnað af því.

(Samþykkt á fundi forsætisnefndar 30. janúar 1996.)