Reglur um fyrirkomulag kynningar á málefni sem Alþingi ályktar um að borið skuli undir þjóðaratkvæði

1. gr.

Skrifstofa Alþingis skal, í umboði forsætisnefndar Alþingis, hafa á hendi umsjón með kynningu á því málefni sem Alþingi ályktar um að borið skuli undir þjóðaratkvæði, sbr. 1. mgr. 6. gr. l nr. 91/2010, um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.

2. gr.

Málefnið skal kynnt á sérstöku vefsvæði. Jafnframt skal gefa út í prentuðu formi kynningarefni sem skal senda öllum heimilum á landinu.

3. gr.

Skrifstofu Alþingis er heimilt að semja við stofnun, fyrirtæki eða einstaklinga um að annast framkvæmd kynningarinnar, bæði hvað varðar samningu hlutlaus kynningarefnis og umsjón með vefsvæði og útgáfu prentaðs efnis.

(Samþykkt á fundi forsætisnefndar Alþingis 20. júní 2012.)