136. löggjafarþing — 101. fundur.
íslensk málstefna, frh. síðari umræðu.
stjtill., 198. mál. — Þskj. 248, nál. 594.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[14:09]

[14:07]
Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Þingmenn greiða nú atkvæði um opinbera íslenska málstefnu. Þetta er í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar sem slík stefna er mótuð. Að baki henni liggur mikil vinna, bæði undanfarið ár og svo auðvitað aldir aftur í íslenska sögu.

Mér er það sérstakur heiður sem framsögumanni menntamálanefndar um málið að þakka nefndarmönnum góða vinnu og mikinn áhuga við umfjöllun um þetta mál og ég þakka líka einlæglega flutningsmanni tillögunnar, hv. þm. og hæstv. fyrrverandi menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fyrir sinn hlut og treysti því að núverandi menntamálaráðherra vinni áfram á þessum grunni, hæstv. ráðherra Katrín Jakobsdóttir.

Það er trú mín, forseti, að með samþykkt þessarar tillögu á eftir stigi þing og þjóð gæfuskref. Alþingi hefur sett ofan að undanförnu og þess vegna ber að fagna því sérstaklega að nú virðast allir þingmenn einhuga um að halda uppi heiðri og virðingu íslensks máls og menningar.



[14:08]
menntamálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil leyfa mér að koma hér og fagna afgreiðslu þessa máls og þeirri góðu umræðu sem orðið hefur í þinginu um málstefnuna, bæði í 1. umr. og 2. umr. Ég óska okkur til hamingju með afgreiðslu þessa máls og ég treysti því að við sem hér sitjum vinnum áfram að því að málstefnan muni komast til framkvæmda. Það er mér mikill heiður að fá að vera menntamálaráðherra þegar þessi stefna er samþykkt en um leið óska ég forvera mínum í starfi til hamingju með afgreiðslu þessa máls.



Brtt. í nál. 594 samþ. með 36 shlj. atkv.

Tillgr., svo breytt, samþ. með 36 shlj. atkv.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Till., svo breytt, samþ. með 36 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AtlG,  ÁÓÁ,  ÁI,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁRJ,  BJJ,  BjörgvS,  EMS,  EBS,  EyH,  GMJ,  GuðbH,  GSv,  HSH,  HHj,  IllG,  JBjarn,  KVM,  KJak,  KaJúl,  KolH,  KLM,  LB,  MS,  MÁ,  PHB,  RR,  SF,  SJS,  SVÓ,  StB,  VS,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖS.
27 þm. (ArnbS,  ÁJ,  ÁMM,  ÁÞS,  ÁMöl,  BÁ,  BjarnB,  BjörkG,  BBj,  EKG,  GHH,  GSB,  GAK,  GÞÞ,  HerdÞ,  HöskÞ,  JóhS,  JónG,  JM,  KÓ,  KHG,  KÞJ,  ÓN,  REÁ,  SKK,  ÞKG,  ÖJ) fjarstaddir.