138. löggjafarþing — 56. fundur
 21. desember 2009.
kjararáð, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 195. mál (framlenging launalækkunar alþingismanna og ráðherra). — Þskj. 219, nál. 436 og 548.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[10:09]

[10:05]
Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við greiðum nú atkvæði um kjararáð, um frystingu á launum æðstu embættismanna ríkisins. Við sjálfstæðismenn leggjum til að þessu frumvarpi verði vísað frá. Við gerum það á þeim forsendum að hér hefur verið gripið gróflega inn í faglegt ferli með þeim afleiðingum að launakerfi ríkisins verður sett úr skorðum. Til vara leggjum við til að frumvarpið gildi einungis um þingmenn og ráðherra en dómarar og aðrir æðstu stjórnendur ríkisins verði látnir í friði. Forsetinn fær alltaf að vera í friði. Sjálfstæðisflokkurinn býður upp á frávísun.



[10:07]
Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Nú er ríkisstjórnin að ná hæstu hæðum í lágkúru sinni. (Gripið fram í: Noh!) Hér hefur verið lagt fram frumvarp sem leiðir af sér að laun æðstu stjórnenda ríkisins eru bundin út árið 2010. Með þessu er ríkisstjórnin að fara á móti kjararáði sem er sjálfstæð stjórnsýslustofnun og á að úrskurða um laun þessara aðila. (Gripið fram í.) Það er ófært að ríkisstjórn skuli ganga fram með þessum hætti og að vaðið skuli vera yfir þessa stjórnsýslunefnd. Það bendir ekkert til þess í launaþróun að kjararáð hefði ákvarðað um hækkun þessara aðila sem undir það heyra. Þetta er lýðskrum og ekkert annað og þetta eru verkstjórar ríkisstjórnarinnar að sýsla við nú í stað þess að bjarga fjölskyldum og heimilum.



Till. í nál. 436 um að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar felld með 30:23 atkv. og sögðu

  já:  ÁJ,  ÁsbÓ,  BirgJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SIJ,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa.
nei:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SJS,  SVÓ,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
10 þm. (ÁPÁ,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  GStein,  JBjarn,  JRG,  LRM,  SDG,  SII) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[10:08]
Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Það er ástæða til að fagna því trausti sem ríkisstjórninni er ítrekað sýnt af hálfu minni hlutans með því að vísa málum æ ofan í æ til hennar eða leggja það til. Ég held hins vegar að ástandið í íslensku samfélagi sé með þeim hætti að tilefni sé til að æsa sig yfir ýmsum öðrum hlutum en að sýna þá sjálfsögðu samstöðu í samfélaginu að framlengja frystingu á launum okkar (Gripið fram í.) eins og er á almennum vinnumarkaði fram í nóvember nk. (Gripið fram í: Það hefur enginn sagt að við viljum ekki hafa þetta …) (Gripið fram í: Við erum að vísa þessu út í hafsauga.)



Brtt. í nál. 548 (ný 1. gr.) samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SJS,  SVÓ,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
24 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BirgJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SIJ,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
10 þm. (ÁPÁ,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  GStein,  JBjarn,  JRG,  LRM,  SDG,  SII) fjarstaddir.

 2. gr. samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SJS,  SVÓ,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
24 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BirgJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SIJ,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
10 þm. (ÁPÁ,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  GStein,  JBjarn,  JRG,  LRM,  SDG,  SII) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.