36. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 1. febrúar 2024 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:10
Brynhildur Björnsdóttir (BrynB) fyrir (JSIJ), kl. 09:10
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:10
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:14

Bergþór Ólason og Eyjólfur Ármannsson voru fjarverandi. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir boðaði forföll.
Halldóra Mogensen tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði skv. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 34. og 35. fundar voru samþykktar.

2) Mat á endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna, nr. 60/2020 Kl. 09:19
Nefndin samþykkti með vísan til 26. gr. þingskapa að taka til umfjöllunar skýrslu um mat á endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna, nr. 60/2020.

Á fund nefndarinnar mættu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ásamt Ásdísi Höllu Bragadóttur, Jóni Vilberg Guðjónssyni og Sigríði Valgeirsdóttur frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti.

3) Aukið samstarf og sameining háskóla Kl. 10:00
Nefndin samþykkti með vísan til 26. gr. þingskapa að taka til umfjöllunar aukið samstarf og sameiningar háskóla.

Á fund nefndarinnar mættu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ásamt Ásdísi Höllu Bragadóttur, Jóni Vilberg Guðjónssyni og Sigríði Valgeirsdóttur frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti.

4) 349. mál - vopnalög Kl. 09:10
Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið frá nefndinni til 3. umræðu var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Að nefndaráliti og breytingartillögu meiri hluta standa Bryndís Haraldsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Dagbjört Hákonardóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir.
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álitið samkvæmt heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

5) 13. mál - breyting á ýmsum lögum til að bæta stöðu námsmanna Kl. 09:16
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Halldóra Mogensen verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 10:22
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:22