60. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 7. maí 2024 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:10
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:10
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir boðaði forföll. Þá var Bergþór Ólason fjarverandi.

Nefndarritari: Þórhildur Líndal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 58. og 59. fundar var samþykkt.

2) 737. mál - þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurð Örn Guðleifsson frá forsætisráðuneytinu. Fór hann yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 935. mál - Menntasjóður námsmanna Kl. 09:57
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigríði Valgeirsdóttur, Jón Vilberg Guðjónsson og Brynhildi Pálmarsdóttur frá háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá samþykkti nefndin að óska eftir minnisblaði á grundvelli 51. gr. þingskapa þar sem fram komi afstaða ráðuneytisins til þeirra umsagna sem borist hafa nefndinni í málinu.

4) Áfengislög og lagaheimildir til netsölu áfengis Kl. 10:38
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Grím Grímsson og Hildi Sunnu Pálmadóttur frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 11:04
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 11:12