28. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 14. desember 2012 kl. 13:08


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 13:08
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 13:08
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 13:16
Skúli Helgason (SkH), kl. 13:08
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 13:12
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 13:08
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 13:08

BJ og GLG voru fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) 475. mál - dómstólar Kl. 13:08
Á fund nefndarinnar komu Benedikt Bogason frá Réttarfarsnefnd og Dóra Sif Tynes frá Lögmannafélagi Íslands. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Að álitinu standa: BjörgvS, SkH, ÞrB, SER, SF. GLG skrifar undir álitið í samræmi við 4. mgr. 18. gr. bráðabirgðastarfsreglna fastanefnda Alþingis. ÞKG og TÞH skrifa undir álitið með fyrirvara.

2) 198. mál - opinber stuðningur við vísindarannsóknir Kl. 13:33
Á fund nefndarinnar komu Hellen Gunnarsdóttir, Friðrika Harðardóttir og Margrét Magnúsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fóru þær yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál. Kl. 13:57
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 13:57