6. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 29. október 2013 kl. 09:00


Mættir:

Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

UBK og JMS voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:00
Farið var yfir fundargerðir síðustu þriggja funda og þær samþykktar til birtingar á vef nefndarinnar.

2) 94. mál - Neytendastofa og talsmaður neytenda Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar komu Gísli Tryggvason talsmaður neytenda, Matthildur Sveinsdóttir, Þórunn Anna Árnadóttir og Helga Sigmundsdóttir frá Neytendastofu og Hildigunnur Hafsteinsdóttir og Jóhannes Gunnarsson frá Neytendasamtökunum. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 91. mál - skaðsemisábyrgð Kl. 10:05
Á fund nefndarinnar komu Matthildur Sveinsdóttir og Helga Sigmundsdóttir frá Neytendastofu. Fóru þær yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 92. mál - skiptileigusamningar fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum o.fl. Kl. 10:23
Á fund nefndarinnar komu Matthildur Sveinsdóttir og Helga Sigmundsdóttir frá Neytendastofu. Fóru þær yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 93. mál - dómstólar Kl. 10:40
Nefndin afgreiddi álit sitt á frumvarpinu.
Að álitinu stóðu: PVG, LínS, ELA, GuðbH, HHG, SSv og VilÁ.

6) 90. mál - meðferð sakamála Kl. 10:43
Nefndin afgreiddi álit sitt á frumvarpinu.
Að álitinu stóðu: PVG, LínS, ELA, GuðbH, HHG, SSv og VilÁ.

7) 97. mál - veiting rekstrarleyfa fyrir veitingastaði Kl. 10:47
Borin var upp sú tillaga að GuðbH yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

8) 58. mál - upptaka gæðamerkisins ,,broskarlinn" Kl. 10:49
Borin var upp sú tillaga að PVB yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

9) 29. mál - skipun nefndar um málefni hinsegin fólks Kl. 10:51
Borin var upp sú tillaga að LínS yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

10) 12. mál - miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara Kl. 10:53
Dagskrárlið frestað.

11) Önnur mál Kl. 10:54
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 10:54