23. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 9. desember 2013 kl. 15:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 15:06
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 15:06
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 15:14
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:06
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) fyrir LínS, kl. 15:13
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 15:06
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) fyrir GuðbH, kl. 15:06
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 15:06
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:17

HöskÞ vék af fundi kl. 15:20

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir nr. 18 til 22. Kl. 15:06
Formaður kynnti fundargerðir 18., 19., 20. og 21. fundar og voru þær samþykktar.

2) 6. mál - leikskóli að loknu fæðingarorlofi Kl. 15:10
Nefndin afgreiddi álit sitt á málinu.
Að álitinu standa: UBK, PVB, ELA, KaJúl, HHG, JMS, SSV og VilÁ.

3) 161. mál - flutningur verkefna frá innanríkisráðuneytinu til sýslumannsembætta Kl. 15:15
Nefndin afgreiddi álit sitt á málinu.
Að álitinu standa: UBK, ELA, PVB, KaJúl, HHG, JMS, SSV, VilÁ og HöskÞ.

4) 91. mál - skaðsemisábyrgð Kl. 15:20
Nefndin afgreiddi álit sitt á málinu.
Að álitinu standa: UBK, ELA, PVB, KaJúl, HHG, JMS, SSV, VilÁ og HöskÞ.

5) 109. mál - almenn hegningarlög Kl. 15:22
Nefndin afgreiddi álit sitt á málinu.
Að álitinu standa: UBK, ELA, PVB, KaJúl, HHG, JMS, SSV, VilÁ.

6) Málefni Menntaskólans í Reykjavík Kl. 15:30
Á fund nefndarinnar komu Benedikt Traustason, Lilja Dögg Gísladóttir, Sigmar Aron Ómarsson og Aldís Mjöll Geirsdóttir frá Menntaskólanum í Reykjavík. Fóru þau yfir málefni Menntaskólans í Reykjavík og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál Kl. 16:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:05