139. löggjafarþing — 108. fundur
 11. apríl 2011.
fjölmiðlar, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 198. mál (heildarlög). — Þskj. 215, nál. 1111 og 1113, brtt. 1112 og 1114.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[15:41]

[15:38]
Skúli Helgason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um frumvarp til fjölmiðlalaga. Hugtakið fjölmiðlafrumvarp rifjar reyndar upp grimm átök í þessum sal á síðasta áratug sem leiddu til ákveðinnar nýsköpunar í stjórnskipunarmálum sem ekki sér fyrir endann á. Það frumvarp sem hér er á borðinu er af allt öðrum toga. Hér eru á ferðinni heildarlög sem hafa að geyma ýmsar úrbætur sem m.a. lúta að því að bæta starfsskilyrði blaða- og fréttamanna og auka trúverðugleika fréttamiðla í landinu. Hér eru mikilvæg ákvæði um aukna vernd heimildarmanna, sjálfstæði ritstjórna gagnvart eigendum fjölmiðla, vernd barna gegn skaðlegu efni og auglýsingum, gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum og svo mætti áfram telja. Með samþykkt þessa frumvarps yrði brugðist við nokkrum veigamestu ábendingunum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fjölmiðlamarkaðinn á Íslandi.

Góð sátt hefur verið um málið í menntamálanefnd. Sjö af níu nefndarmönnum styðja frumvarpið en ég legg áherslu á að allir nefndarmenn, jafnt meiri hluta sem minni hluta, hafa lagt afar gott til þessa máls og tekið þátt í að móta á fjórða tug tillagna (Forseti hringir.) um breytingar á frumvarpinu. Fyrir það vil ég þakka, það er í þeim anda sem við reisum við þetta samfélag og bætum það.



[15:39]
Þráinn Bertelsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er ánægjulegt að lagafrumvarp, heildstæð lög um fjölmiðlun, skuli núna liggja fyrir þinginu. Á fáum sviðum þjóðlífsins hafa verið jafnmiklar, róttækar og örar breytingar og í fjölmiðlun. Nú hefur þessari ríkisstjórn tekist það sem öðrum ríkisstjórnum hefur ekki tekist og það er að koma saman heildstæðum lagabálki um fjölmiðlun sem byggir á framsækinni lagasetningu í Evrópu og er mikill fengur að fá í gildi hér á landi eins og annars staðar á þessu sviði þar sem villta vestrið hefur ríkt hingað til.



[15:40]
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við greiðum hér atkvæði um fjölmiðlafrumvarpið. Það kom fram í ræðu minni þar sem ég tala fyrir hönd minni hlutans í nefndinni að við erum ekki sátt við það frumvarp sem hér liggur fyrir. Við teljum að þrír þættir standi út af sem skipta verulegu máli, það varðar sérlög um Ríkisútvarpið og samkeppnisþátt, Fjölmiðlastofu og eignarhald á fjölmiðlum. Við erum hins vegar sammála um að nefndin hefur unnið þarft starf í breytingum á frumvarpinu eins og það liggur fyrir og munum ekki standa í vegi fyrir því að frumvarpið verði að lögum. Við munum sitja hjá, a.m.k. ég og ég legg það til við samþingmenn mína í Sjálfstæðisflokknum að við sitjum hjá við atkvæðagreiðslur um þær breytingartillögur sem hér verða fluttar.



 1. gr. samþ. með 26 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BVG,  GuðbH,  GBS,  JBjarn,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MT,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SIJ,  SkH,  SJS,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
11 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  EKG,  GÞÞ,  JónG,  KÞJ,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  VigH) greiddu ekki atkv.
26 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsmD,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  BjörgvS,  EyH,  GLG,  GStein,  HHj,  HöskÞ,  JóhS,  JRG,  KJak,  LMós,  MÁ,  ÓN,  SDG,  SII,  SF,  SSv,  TÞH,  UBK,  VBj,  ÞKG) fjarstaddir.

Brtt. 1112,1–11 samþ. með 28 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BVG,  EKG,  GuðbH,  GStein,  GBS,  JBjarn,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MT,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SIJ,  SkH,  SJS,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
10 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  GÞÞ,  JónG,  KÞJ,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  VigH) greiddu ekki atkv.
25 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsmD,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  BjörgvS,  EyH,  GLG,  HHj,  HöskÞ,  JóhS,  JRG,  KJak,  LMós,  MÁ,  ÓN,  SDG,  SII,  SF,  SSv,  TÞH,  UBK,  VBj,  ÞKG) fjarstaddir.

 2.–24. gr., svo breyttar, samþ. með 26 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BVG,  GuðbH,  GBS,  JBjarn,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MT,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SIJ,  SkH,  SJS,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
11 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  EKG,  GÞÞ,  JónG,  KÞJ,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  VigH) greiddu ekki atkv.
26 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsmD,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  BjörgvS,  EyH,  GLG,  GStein,  HHj,  HöskÞ,  JóhS,  JRG,  KJak,  LMós,  MÁ,  ÓN,  SDG,  SII,  SF,  SSv,  TÞH,  UBK,  VBj,  ÞKG) fjarstaddir.

 25. gr. samþ. með 26 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BVG,  GuðbH,  GBS,  JBjarn,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MT,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SIJ,  SkH,  SJS,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
11 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  EKG,  GÞÞ,  JónG,  KÞJ,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  VigH) greiddu ekki atkv.
26 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsmD,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  BjörgvS,  EyH,  GLG,  GStein,  HHj,  HöskÞ,  JóhS,  JRG,  KJak,  LMós,  MÁ,  ÓN,  SDG,  SII,  SF,  SSv,  TÞH,  UBK,  VBj,  ÞKG) fjarstaddir.

Brtt. 1114,1 felld með 21:2 atkv. og sögðu

  já:  MT,  ÞSa.
nei:  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BVG,  GuðbH,  JBjarn,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  OH,  RM,  SER,  SkH,  SJS,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
15 þm. (ALE,  ÁsbÓ,  BÁ,  EKG,  GÞÞ,  GBS,  JónG,  KÞJ,  ÓÞ,  PHB,  REÁ,  RR,  SIJ,  SKK,  VigH) greiddu ekki atkv.
25 þm. (AtlG,  ÁJ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  BjörgvS,  EyH,  GLG,  GStein,  HHj,  HöskÞ,  JóhS,  JRG,  KJak,  LMós,  MÁ,  ÓN,  SDG,  SII,  SF,  SSv,  TÞH,  UBK,  VBj,  ÞKG) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[15:43]
Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Hér legg ég til að fjölmiðlum sem hafa hlutlæga miðlun frétta og fréttatengds efnis að markmiði beri að gæta jafnræðis milli ólíkra sjónarmiða, stjórnmálaafla og annarra pólitískra hreyfinga. Ég tel að umfjöllun um bæði sjónarmið já- og nei-hreyfinga fyrir atkvæðagreiðsluna um Icesave hafi nú eiginlega sannað gildi þessarar breytingartillögu.



Brtt. 1112,12 (ný 26. gr.) samþ. með 27 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BVG,  GuðbH,  GBS,  JBjarn,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MT,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SIJ,  SkH,  SJS,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
11 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  EKG,  GÞÞ,  JónG,  KÞJ,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  VigH) greiddu ekki atkv.
25 þm. (AtlG,  ÁJ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  BjörgvS,  EyH,  GLG,  GStein,  HHj,  HöskÞ,  JóhS,  JRG,  KJak,  LMós,  MÁ,  ÓN,  SDG,  SII,  SF,  SSv,  TÞH,  UBK,  VBj,  ÞKG) fjarstaddir.

Brtt. 1112,13–16 samþ. með 27 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BVG,  GuðbH,  GBS,  JBjarn,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MT,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SIJ,  SkH,  SJS,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
11 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  EKG,  GÞÞ,  JónG,  KÞJ,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  VigH) greiddu ekki atkv.
25 þm. (AtlG,  ÁJ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  BjörgvS,  EyH,  GLG,  GStein,  HHj,  HöskÞ,  JóhS,  JRG,  KJak,  LMós,  MÁ,  ÓN,  SDG,  SII,  SF,  SSv,  TÞH,  UBK,  VBj,  ÞKG) fjarstaddir.

 27.–30. gr., svo breyttar, samþ. með 27 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BVG,  GuðbH,  GBS,  JBjarn,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MT,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SIJ,  SkH,  SJS,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
11 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  EKG,  GÞÞ,  JónG,  KÞJ,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  VigH) greiddu ekki atkv.
25 þm. (AtlG,  ÁJ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  BjörgvS,  EyH,  GLG,  GStein,  HHj,  HöskÞ,  JóhS,  JRG,  KJak,  LMós,  MÁ,  ÓN,  SDG,  SII,  SF,  SSv,  TÞH,  UBK,  VBj,  ÞKG) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[15:45]
Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Í frumvarpi til fjölmiðlalaga sem við greiðum nú atkvæði um eru settar fram lagaumbætur auk þess sem starfsumhverfi fjölmiðla og vernd neytenda er bætt, m.a. með sjálfstæði ritstjórna gagnvart eigendum, gegnsæi eignarhalds ásamt eðlilegu eftirliti með fjölmiðlum. Ákvæði er varðar neytendavernd barna og unglinga er til mikilla bóta og er tekið fram að ekki skuli hvetja börn til neyslu á óhollum matvælum og drykkjarvörum. Með auglýsingabanni í dagskrá sem ætluð er börnum yngri en 12 ára er einnig bætt neytendavernd barna og sú skylda okkar uppfyllt að tryggja börnum vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Því fagna ég sérstaklega.



 31.–35. gr. samþ. með 27 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BVG,  GuðbH,  GBS,  JBjarn,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MT,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SIJ,  SkH,  SJS,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
11 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  EKG,  GÞÞ,  JónG,  KÞJ,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  VigH) greiddu ekki atkv.
25 þm. (AtlG,  ÁJ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  BjörgvS,  EyH,  GLG,  GStein,  HHj,  HöskÞ,  JóhS,  JRG,  KJak,  LMós,  MÁ,  ÓN,  SDG,  SII,  SF,  SSv,  TÞH,  UBK,  VBj,  ÞKG) fjarstaddir.

 36. gr. samþ. með 25 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BVG,  GuðbH,  GBS,  JBjarn,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MT,  OH,  ÓÞ,  SER,  SIJ,  SkH,  SJS,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ.
13 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  EKG,  GÞÞ,  JónG,  KÞJ,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SKK,  VigH,  ÖS) greiddu ekki atkv.
25 þm. (AtlG,  ÁJ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  BjörgvS,  EyH,  GLG,  GStein,  HHj,  HöskÞ,  JóhS,  JRG,  KJak,  LMós,  MÁ,  ÓN,  SDG,  SII,  SF,  SSv,  TÞH,  UBK,  VBj,  ÞKG) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[15:47]
Róbert Marshall (Sf):

Virðulegur forseti. Sú grein sem hér um ræðir lýtur að andsvararétti. Það er skoðun mín að mat á rétti til andsvara eigi að vera hluti af ritstjórnarstörfum fjölmiðla, að það eigi ekki að vera bundið í lög. Ég vil árétta skoðun mína í þessum efnum, þetta er samsvarandi ákvæði og var í gildandi lögum. Búið er að gera töluverða bragarbót á því ákvæði nú þegar sem hefur reyndar ekki verið mjög virkt en við eigum heldur ekki að vera með ákvæði í lögum okkar sem ekki eru nýtt. Þess vegna mun ég sitja hjá við þessa grein en vil að öðru leyti taka fram að lög þessi, og sérstaklega það er lýtur að ritstjórnarlegu sjálfstæði og réttindum blaðamanna, eru mikil bragarbót og fela í sér mikla réttarbót fyrir stéttina og ber að fagna því í heild sinni, enda mun ég samþykkja frumvarpið.



[15:48]
Skúli Helgason (Sf):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um 36. gr. sem fjallar um réttinn til andsvara. Ég tel að í þessu ákvæði sé tekið gott tillit til bæði hagsmuna almennings og fjölmiðla. Það er rétt, eins og fram kom í máli hv. þm. Róberts Marshalls, að í núgildandi lögum, bæði um prentrétt og í útvarpslögum, er að finna sambærileg ákvæði en í þessu frumvarpi er hins vegar réttur blaða- og fréttamanna aukinn frá því sem nú er því að tiltekin eru talsvert mörg tilvik sem gefa fjölmiðlunum rétt til að synja beiðnum um andsvar ef þær hafa verið settar fram með þeim hætti að ekki er um að ræða beina leiðréttingu á staðreyndum sem fram hafa komið í fréttum eða að vegið er t.d. að hagsmunum þriðja aðila. Ég tel að í þessu ákvæði sé gott jafnvægi á milli hagsmuna almennings og fjölmiðla og segi já.



Brtt. 1114,2 felld með 23:2 atkv. og sögðu

  já:  MT,  ÞSa.
nei:  ALE,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BVG,  GuðbH,  JBjarn,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SkH,  SJS,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
11 þm. (ÁsbÓ,  EKG,  GÞÞ,  GBS,  KÞJ,  PHB,  REÁ,  RR,  SIJ,  SKK,  VigH) greiddu ekki atkv.
27 þm. (AtlG,  ÁJ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  BjörgvS,  EyH,  GLG,  GStein,  HHj,  HöskÞ,  JóhS,  JónG,  JRG,  KJak,  LMós,  MÁ,  ÓN,  SDG,  SII,  SF,  SSv,  TÞH,  UBK,  VBj,  ÞKG) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[15:49]
Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Frú forseti. Hér er verið að leggja til að viðskiptaboð, það sem við köllum auglýsingar í daglegu máli, stjórnmálasamtaka séu óheimil í ljósvakamiðlum en þó sé heimilt að auglýsa fundi.



Brtt. 1112,17–32 samþ. með 27 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BVG,  GuðbH,  GBS,  JBjarn,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MT,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SIJ,  SkH,  SJS,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
10 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  EKG,  GÞÞ,  KÞJ,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  VigH) greiddu ekki atkv.
26 þm. (AtlG,  ÁJ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  BjörgvS,  EyH,  GLG,  GStein,  HHj,  HöskÞ,  JóhS,  JónG,  JRG,  KJak,  LMós,  MÁ,  ÓN,  SDG,  SII,  SF,  SSv,  TÞH,  UBK,  VBj,  ÞKG) fjarstaddir.

 37.–65. gr. og ákv. til brb. I–III, svo breytt, samþ. með 27 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BVG,  GuðbH,  GBS,  JBjarn,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MT,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SIJ,  SkH,  SJS,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
9 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  EKG,  GÞÞ,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  VigH) greiddu ekki atkv.
27 þm. (AtlG,  ÁJ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  BjörgvS,  EyH,  GLG,  GStein,  HHj,  HöskÞ,  JóhS,  JónG,  JRG,  KJak,  KÞJ,  LMós,  MÁ,  ÓN,  SDG,  SII,  SF,  SSv,  TÞH,  UBK,  VBj,  ÞKG) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[15:51]
Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég kem hér upp til að lýsa ánægju minni með þær lagabreytingar sem verið er að gera og þær miklu umbætur sem þetta frumvarp felur í sér, verði það að lögum, sem mér sýnist ætla að verða í dag. Hér er verið að grípa til verndar fyrir börn þessa lands. Börn eru ekki sjálfstæðir eða sjálfráða aðilar á markaði og okkur ber að vernda þau sem slík og ala þau upp, ekki bara sem góða neytendur heldur sem sjálfstætt hugsandi borgara. Þær tillögur sem lagðar eru til og breytingar sem gerðar eru, ekki síst í 41. gr. en einnig í 38. gr., eru allar til mikilla bóta og þeim ber að fagna.



Brtt. 1112,33 (nýtt ákv. til brb., verður ákv. til brb. IV) samþ. með 27 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BVG,  GuðbH,  GBS,  JBjarn,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MT,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SIJ,  SkH,  SJS,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
10 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  EKG,  GÞÞ,  KÞJ,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  VigH) greiddu ekki atkv.
26 þm. (AtlG,  ÁJ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  BjörgvS,  EyH,  GLG,  GStein,  HHj,  HöskÞ,  JóhS,  JónG,  JRG,  KJak,  LMós,  MÁ,  ÓN,  SDG,  SII,  SF,  SSv,  TÞH,  UBK,  VBj,  ÞKG) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[15:53]
Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég geri alvarlegar athugasemdir við þetta nýja ákvæði til bráðabirgða, en þar kemur fram að endurskoða skuli lögin innan þriggja ára. Í meirihlutaáliti menntamálanefndar kemur fram, með leyfi forseta:

„Meiri hlutanum þykir rétt í ljósi þeirra grundvallarbreytinga sem þetta frumvarp felur í sér að heimilt verði að endurskoða lögin að þremur árum liðum, þá sér í lagi ef þörf er á að skýra eða breyta ákvæðum þegar reynsla hefur komið á framkvæmd laganna.“

Frú forseti. Það er ekki hlutverk Alþingis að setja lög sem svona ákvæði eru inni í, með endurskoðun, því að hér erum við setja lög sem eiga að gilda til margra ára. Við eigum ekki endalaust að setja lög sem gilda stuttan tíma í senn og þar að auki ekki taka það fram í lagatexta. Það eru ófær vinnubrögð að mínu mati. Ég sit hjá.



[15:54]
Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég kem hér upp til að fagna almennt þeirri réttarbót sem hér er á ferðinni fyrir mikilvæga fagstétt á Íslandi. Það er afskaplega mikilvægt að stéttinni sé skapað jafnskýrt og gott lagaumhverfi og verið er að gera með þessum fjölmiðlalögum. Það er mikilvægt að skapa fjölmiðlum góðar aðstæður í íslensku samfélagi til starfa og aðhalds fremur en að leggja stein í götu þeirra. Hér er verið að fara fram með mjög merkan bálk hvað varðar sjálfstæði ritstjórna og ekki síst hvað varðar verndun heimildarmanna. Ég vil líka tala um nærgætni fjölmiðla gagnvart yngsta lesenda- og áhorfendahópnum sem eru vitaskuld börn. Þetta er til framfara. Hér þarf vitaskuld að taka á eignarhaldi og aðkomu RÚV að auglýsingamarkaðnum en það er í ferli og er framtíðarmúsík sem við skulum huga að á næstu mánuðum.



Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr. 

Frumvarpið gengur (eftir 2. umr.) til menntmn.