144. löggjafarþing — 68. fundur
 18. feb. 2015.
jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 107. mál (jöfnunargjald). — Þskj. 107, nál. m. brtt. 841, nál. 864, nál. m. brtt. 950.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[15:53]

[15:48]
Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Með þessu frumvarpi sem við greiðum nú atkvæði um eru tillögur starfshóps um breytingar á niðurgreiðslu til húshitunar settar algjörlega til hliðar. Þær tillögur voru kynntar í ríkisstjórn og í hv. fjárlaganefnd og atvinnuveganefnd snemma árs 2012 og þverpólitískur samhljómur var um þær. Hér er hins vegar farin sú leið að leggja meiri álögur á heimili og venjuleg fyrirtæki í þéttbýli, að því er virðist eingöngu til þess að hlífa stóriðjunni við að taka þátt í hinu mikilvæga samfélagslega verkefni að jafna raforkuverð í landinu og kostnað við húshitun. Samfylkingin getur ekki stutt þessa leið því að hún er ósanngjörn og auk þess er allt of hægt farið með frumvarpinu í að jafna húshitunarkostnað.

Virðulegur forseti. Við munum styðja breytingartillögu frá 2. minni hluta en sitja hjá við afgreiðslu annarra tillagna.



[15:50]
Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við í 2. minni hluta atvinnuveganefndar leggjum til breytingu í þessu máli, að stórfyrirtækin, stóriðjan og þeir sem ekki eru innan dreifiveitna taki þátt í því að jafna dreifingu á raforku og niðurgreiðslu á jöfnun húshitunarkostnaðar. Umhverfis- og auðlindaskattur er nú lagður á raforku og heitt vatn. Þessi skattlagning á stórfyrirtækin rennur út um næstu áramót og við leggjum sem sagt til að sá skattur verði framlengdur og nýttur til þess að jafna kostnað við dreifingu á raforku og niðurgreiðslu á húshitunarkostnaði. Þannig munu stórfyrirtækin líka taka þátt í þeirri samfélagslegu ábyrgð að jafna dreifingu á raforku- og húshitunarkostnað í landinu og gera það strax á næsta ári að þetta verði að fullu jafnað eins og við leggjum til hér.



[15:51]
iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Með þessu frumvarpi er stigið fyrra skrefið af tveimur til að leiða til lykta áratugalangt viðfangsefni sem margoft hefur verið fjallað um í þinginu í gegnum áratugina, um að jafna kostnað við dreifingu raforku milli dreifbýlis og þéttbýlis annars vegar og jafna húshitunarkostnað til þeirra sem búa á köldum svæðum. Þetta er fyrra skrefið. Það er verið að jafna dreifikostnaðinn milli þeirra sem eru notendur í dreifiveitunum. Stóriðjan er ekki notandi að dreifikerfinu. Stóriðjan borgar tengigjöld sín annars staðar. Breytingartillaga minni hlutans um að framlengja raforkuskatt sem síðasta ríkisstjórn setti á tímabundið er ekki sú leið sem farin er hér. Ef ætlun síðustu ríkisstjórnar hefði verið að hafa þann skatt varanlegan hefði hún haft kjörið tækifæri til þess í fjögur ár.



Brtt. í nál. 950,1 felld með 29:16 atkv. og sögðu

  já:  ÁPÁ,  BjG,  BP,  GuðbH,  HHj,  KJak,  LRM,  OH,  ÓP,  PVB,  RM,  SII,  SJS,  SÞÁ,  VBj,  ÖJ.
nei:  BÁ,  BjarnB,  EKG,  FSigurj,  GBS,  HarB,  HE,  HöskÞ,  IllG,  JMS,  JónG,  KÞJ,  LínS,  PJP,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SÁA,  SigrM,  SilG,  SBS,  UBK,  ValG,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE.
1 þm. (JÞÓ) greiddi ekki atkv.
17 þm. (ÁsmD,  ÁsF,  BirgJ,  BjÓ,  BN,  ElH,  ELA,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  HHG,  KG,  KaJúl,  KLM,  SIJ,  SSv,  ÖS) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[15:52]
Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Hér er lagt til að halda áfram gjaldtöku sem í dag er á stóriðjuna í landinu. Í staðinn vill hæstv. iðnaðarráðherra leggja á nýjan sérstakan þéttbýlisskatt sem fyrir vikið verður margfalt hærri á heimilin í landinu og venjuleg fyrirtæki. Þetta er annar nýi skatturinn sem þessi hæstv. ráðherra kynnir hér á vorþinginu. Ég hélt að skattkerfið væri nógu flókið fyrir þó að ríkisstjórnin kæmi ekki sýknt og heilagt inn með nýja skatta til að flækja skattkerfið í því skyni að ná inn jafn miklum tekjum og hér eru annars vegar.

Það er óskiljanlegt af hverju heimilin í landinu og fyrirtækin eiga að borga þann reikning sem stóriðjan hefur greitt hingað til.



 1. gr. samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  BÁ,  BjarnB,  EKG,  FSigurj,  GBS,  HarB,  HE,  HöskÞ,  IllG,  JMS,  JónG,  KÞJ,  LínS,  PJP,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SÁA,  SigrM,  SilG,  SBS,  UBK,  ValG,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE.
17 þm. (ÁPÁ,  BjG,  BP,  GuðbH,  HHj,  JÞÓ,  KJak,  LRM,  OH,  ÓP,  PVB,  RM,  SII,  SJS,  SÞÁ,  VBj,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
17 þm. (ÁsmD,  ÁsF,  BirgJ,  BjÓ,  BN,  ElH,  ELA,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  HHG,  KG,  KaJúl,  KLM,  SIJ,  SSv,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 950,2 felld með 29:16 atkv. og sögðu

  já:  ÁPÁ,  BjG,  BP,  GuðbH,  HHj,  KJak,  LRM,  OH,  ÓP,  PVB,  RM,  SII,  SJS,  SÞÁ,  VBj,  ÖJ.
nei:  BÁ,  BjarnB,  EKG,  FSigurj,  GBS,  HarB,  HE,  HöskÞ,  IllG,  JMS,  JónG,  KÞJ,  LínS,  PJP,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SÁA,  SigrM,  SilG,  SBS,  UBK,  ValG,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE.
1 þm. (JÞÓ) greiddi ekki atkv.
17 þm. (ÁsmD,  ÁsF,  BirgJ,  BjÓ,  BN,  ElH,  ELA,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  HHG,  KG,  KaJúl,  KLM,  SIJ,  SSv,  ÖS) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[15:54]
Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Hér leggjum við til, eins og komið hefur fram, að stóriðjan taki þátt í því samfélagslega verkefni að jafna húshitunarkostnað í landinu og taki þátt í niðurgreiðslu á dreifingu á raforku. Ef þetta verður ekki samþykkt horfum við upp á það að orkuverð hækki á mörgum stöðum á landsbyggðinni. Er það meining meiri hluta stjórnarþingmanna? Það mun hækka orkuverð á stöðum eins og Ólafsvík og Vestmannaeyjum og hjá minni iðnfyrirtækjum vítt og breitt um landið sem nota mikla raforku þar sem fjarvarmaveitur eru. Höfum við ekki talað um að reyna að jafna orkuverð og helst að ná því þannig niður sem fyrst? Með því að hafa þetta eingöngu innan dreifiveitna erum við ekki að því. Hér leggjum við til að stóriðjan taki þátt í þessari jöfnun og þar með getum við gert þetta hratt og fljótt.



[15:55]
Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Kosturinn við það að fara þá leið sem minni hlutinn leggur til er sá að með því taka allir sem nota orku, rafmagn eða heitt vatn, til húshitunar þátt í jöfnuninni. Það eru ekki bara stórnotendur raforku sem þar með leggja sitt af mörkum heldur líka sá mikli meiri hluti landsmanna sem nýtur þeirra hlunninda að kynda hús sín með ódýru, heitu vatni. Það finnst mér svo borðleggjandi besta og sanngjarnasta fyrirkomulagið. Þetta er það öflugur tekjustofn að hann má næstum helminga miðað við núverandi áætlun. Ætli það væri ekki nóg að geta fært stóriðjunni þann gleðiboðskap að frá og með 2016 helmingaðist raforkuskatturinn eða svo til?

Ég tel að bæði efnislega og líka út frá þessum almennu sjónarmiðum sé svo augljóst að þetta er betri leið og sanngjarnari en að leggja alla jöfnunina og þunga hennar á þá sem nota raforku í þéttbýli. Það er miklu þrengri markhópur til að standa að baki þessari jöfnun (Forseti hringir.) og það vantar ekkert nema viljann að mínu mati. En það má greinilega ekki anda á vissa aðila af hálfu núverandi ríkisstjórnar.



 2. gr. samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  BÁ,  BjarnB,  EKG,  FSigurj,  GBS,  HarB,  HE,  HöskÞ,  IllG,  JMS,  JónG,  KÞJ,  LínS,  PJP,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SÁA,  SigrM,  SilG,  SBS,  UBK,  ValG,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE.
17 þm. (ÁPÁ,  BjG,  BP,  GuðbH,  HHj,  JÞÓ,  KJak,  LRM,  OH,  ÓP,  PVB,  RM,  SII,  SJS,  SÞÁ,  VBj,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
17 þm. (ÁsmD,  ÁsF,  BirgJ,  BjÓ,  BN,  ElH,  ELA,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  HHG,  KG,  KaJúl,  KLM,  SIJ,  SSv,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 950,3 kom ekki til atkv.

 3. gr. samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  BÁ,  BjarnB,  EKG,  FSigurj,  GBS,  HarB,  HE,  HöskÞ,  IllG,  JMS,  JónG,  KÞJ,  LínS,  PJP,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SÁA,  SigrM,  SilG,  SBS,  UBK,  ValG,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE.
17 þm. (ÁPÁ,  BjG,  BP,  GuðbH,  HHj,  JÞÓ,  KJak,  LRM,  OH,  ÓP,  PVB,  RM,  SII,  SJS,  SÞÁ,  VBj,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
17 þm. (ÁsmD,  ÁsF,  BirgJ,  BjÓ,  BN,  ElH,  ELA,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  HHG,  KG,  KaJúl,  KLM,  SIJ,  SSv,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 950,4 kom ekki til atkv.

Brtt. í nál. 841 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  BÁ,  BjarnB,  EKG,  FSigurj,  GBS,  HarB,  HE,  HöskÞ,  IllG,  JMS,  JónG,  KÞJ,  LínS,  PJP,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SÁA,  SigrM,  SilG,  SBS,  UBK,  ValG,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE.
16 þm. (BjG,  BP,  GuðbH,  HHj,  JÞÓ,  KJak,  LRM,  OH,  ÓP,  PVB,  RM,  SII,  SJS,  SÞÁ,  VBj,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
18 þm. (ÁPÁ,  ÁsmD,  ÁsF,  BirgJ,  BjÓ,  BN,  ElH,  ELA,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  HHG,  KG,  KaJúl,  KLM,  SIJ,  SSv,  ÖS) fjarstaddir.

 4. gr., svo breytt, samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  BÁ,  BjarnB,  EKG,  FSigurj,  GBS,  HarB,  HE,  HöskÞ,  IllG,  JMS,  JónG,  KÞJ,  LínS,  PJP,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SÁA,  SigrM,  SilG,  SBS,  UBK,  ValG,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE.
17 þm. (ÁPÁ,  BjG,  BP,  GuðbH,  HHj,  JÞÓ,  KJak,  LRM,  OH,  ÓP,  PVB,  RM,  SII,  SJS,  SÞÁ,  VBj,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
17 þm. (ÁsmD,  ÁsF,  BirgJ,  BjÓ,  BN,  ElH,  ELA,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  HHG,  KG,  KaJúl,  KLM,  SIJ,  SSv,  ÖS) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr. 

Frumvarpið gengur (eftir 2. umr.) til atvinnuvn.