136. löggjafarþing — 64. fundur.
fjáraukalög 2008, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 239. mál. — Þskj. 350, nál. 384 og 408, brtt. 385.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[10:04]

[09:58]
Gunnar Svavarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við tökum fyrir 2. umr. fjáraukalaga og ég vil gera grein fyrir nokkrum málum sem verða skoðuð milli 2. og 3. umr. m.a. mál sem lúta að 2,3 milljarða kr. hlutafé við stofnun nýju bankanna, eins og hæstv. fjármálaráðherra gerði grein fyrir á fundi með fjárlaganefnd 12. nóvember. Einnig er verið að skoða ýmsar 5. og 6. gr. heimildir, svo og uppsafnaðan rekstrarvanda öldrunar- og hjúkrunarheimila og annarra stofnana, svo sem Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. En það mun koma til umfjöllunar milli 2. og 3. umr.

Að öðru leyti var samstaða um þessar 10 breytingartillögur sem komu fram í nefndinni.



[09:59]
Jón Bjarnason (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2008 er að koma til 2. umr. Það kemur óbreytt frá 1. umr. þannig að segja má að að því leyti til hafi það ekki versnað. [Hlátur í þingsal.] Engar nýjar tillögur hafa komið inn frá ríkisstjórninni. (Gripið fram í: Góður þessi.) Hins vegar er athyglisvert hið mikla stjórnleysi og óreiða sem virðist ríkja af hálfu ríkisstjórnarinnar við gerð fjárlaga. Takið t.d. eftir því að við afgreiðum fjáraukalög, aðalumræðu fjáraukalaga á árinu, án þess að minnst sé á Icesave-reikninga, hvort ábyrgðin þar gæti verið 150 milljarðar, 200 milljarðar, 500 milljarðar, 600 milljarðar, 700 milljarðar, skuldbindingar á árinu. Hins vegar ræðum við mjög ítarlega um halla á sjúkrahúsunum upp á 10–15 millj. Það vantar (Gripið fram í.) alla hina stóru og afdrifaríku þætti í þetta frumvarp. (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) Því munum við, herra forseti, þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs sitja hjá við afgreiðsluna. (Forseti hringir.)



[10:00]
Magnús Stefánsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þetta frumvarp til fjáraukalaga kom mjög seint fram og talið var að það stafaði af falli bankanna en hins vegar er ekkert í frumvarpinu sem tengist því máli þannig að frumvarpið hefði getað komið fram mun fyrr. Við gerum ráð fyrir að fá tillögur fyrir 3. umr. eins og hér kom fram hjá formanni nefndarinnar.

Ég vek athygli á því að mikill uppsafnaður rekstrarhalli er hjá heilbrigðisstofnunum og öldrunarstofnunum. Verið er að taka á því að hluta til hjá heilbrigðisstofnunum en ekki öldrunarstofnunum. Þessar stofnanir munu því hefja næsta rekstrarár með halla, auk niðurskurðar í fjárlögum ef ekkert verður að gert en við þurfum auðvitað að skoða þetta á milli umræðna.

Nokkrar breytingartillögur liggja fyrir frá fjárlaganefnd sem samstaða er um. Við framsóknarmenn munum styðja þær en að öðru leyti sitja hjá við a.m.k. flestar þær tillögur sem liggja fyrir í frumvarpinu.



[10:01]
Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við 2. umr. og afgreiðslu fjáraukalaga er ljóst að ýmsar upplýsingar vantar, eins og kom fram í máli hv. þm. Gunnars Svavarssonar, formanns fjárlaganefndar. Líka kom mjög skýrt fram í nefndaráliti minni hlutans að við teldum að margar veigamiklar upplýsingar og lagfæringar vantaði inn í fjáraukann m.a. að því er varðaði öldrunarstofnanir, heilbrigðisstofnanir og Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Við væntum þess auðvitað að þær tillögur berist og að við fáum tækifæri til að fjalla um þær en það verður að segjast alveg eins og er að ekki hefur verið gefinn mikill tími til að fara í gegnum breytingartillögur og lagfæringar á þessum frumvörpum.

Þær fáu tillögur sem hér eru til lagðar til lagfæringar, 10 að tölu, er samkomulag um og við munum styðja þær.



[10:02]
forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Í fjáraukalagafrumvarpinu er gert ráð fyrir sérstakri 125 millj. kr. greiðslu bóta til þeirra sem sættu misgjörðum á vistheimilum fyrir börn á sínum tíma og eru þær greiðslur hugsaðar í samræmi við skýrslu nefndar sem starfað hefur á mínum vegum um það mál. Ég vil greina frá því að, eins og þingheimi er kunnugt um, því miður hefur ekki unnist tími til að leggja fram frumvarp til bótagreiðslna á yfirstandandi þingi. Stefnt er að því að leggja slíkt frumvarp fram á vorþinginu og þá verður fyrirkomulag bótagreiðslnanna nánar útfært og ákveðið. Fjárveitingin sem hér er til afgreiðslu í frumvarpi til fjáraukalaga verður geymd til næsta árs og verður þá til ráðstöfunar í þessu skyni en að auki er gert ráð fyrir því að í fjárlögum fyrir árið 2009 verði sérstakt heimildarákvæði til frekari greiðslna ef væntanleg lög um þetta efni munu kveða á um slíkt.



Brtt. 385,1 samþ. með 51 shlj. atkv.

Brtt. 385,2 samþ. með 50 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  AtlG,  ÁÓÁ,  ÁI,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjörgvS,  BjörkG,  BBj,  EKG,  EBS,  EyH,  GHH,  GuðbH,  GSB,  GAK,  GÞÞ,  GSv,  HSH,  ISG,  JóhS,  JBjarn,  JónG,  JM,  KVM,  KJak,  KÓ,  KolH,  KHG,  KÞJ,  KLM,  LB,  MS,  PHB,  RR,  RGuðb,  SKK,  SJS,  SVÓ,  StB,  VS,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÖJ.
13 þm. (ÁMM,  BjarnB,  EMS,  GMJ,  HHj,  HerdÞ,  HöskÞ,  IllG,  KaJúl,  ÓN,  SF,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[10:05]
Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Hér veitum við heimild til þess að greiða fyrir rannsókn á aðdraganda á orsökum falls bankanna á Íslandi á þessu ári. Við setjum 30 millj. í það og ég vil taka fram að mjög mikilvægt er að rannsóknin fari vel af stað og vandað sé til hennar og það mun kosta, þannig að það er með mikilli ánægju sem við greiðum atkvæði, alla vega sú er hér stendur, um þetta og ég tel að þetta gæti orðið dýrara. Það þarf að ráða sérfræðinga til aðstoðar, jafnvel erlenda, og mjög mikilvægt að engu verði til sparað þannig að sú er hér stendur mun ekki gagnrýna þótt upphæðin yrði jafnvel hærri. Það þarf að rannsaka og rannsaka vel og það mun kosta og sú er hér stendur mun styðja það alveg út í gegn.



Brtt. 385,3–9 samþ. með 52 shlj. atkv.

Brtt. 385,10 samþ. með 49 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  AtlG,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁMM,  ÁÞS,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjörgvS,  BjörkG,  BBj,  EKG,  EyH,  GHH,  GuðbH,  GSB,  GAK,  GÞÞ,  GSv,  HSH,  IllG,  ISG,  JóhS,  JBjarn,  JónG,  JM,  KJak,  KÓ,  KolH,  KHG,  KÞJ,  KLM,  LB,  MS,  PHB,  RR,  RGuðb,  SKK,  SF,  SJS,  StB,  VS,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÖJ.
14 þm. (ÁI,  BjarnB,  EMS,  EBS,  GMJ,  HHj,  HerdÞ,  HöskÞ,  KVM,  KaJúl,  ÓN,  SVÓ,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[10:06]
Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Þarna er verið að veita 7 millj. kr. til að lagfæra ós Skjálfandafljóts sem ég í sjálfu sér styð en legg áherslu á að þar sé unnið mjög vandlega og í nánu samráði bæði við alla landeigendur sem þar eiga hagsmuna að gæta og alla þá sem tengjast umhverfismálum, umhverfisaðilum og skipulagsmálum, og unnið sé af mikilli vandvirkni og í samkomulagi. Þetta er viðkvæmt (Gripið fram í.) — já, já, bara árétta það eins og gert hefur verið, segir hv. þm. Kristján Þór Júlíusson, ég tek undir það en undirstrika að þarna þarf að fara af mikilli gát.



 Sundurliðun 2, svo breytt, samþ. með 41 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BJJ,  BjörgvS,  BjörkG,  BBj,  EKG,  EBS,  GHH,  GuðbH,  GSB,  GÞÞ,  GSv,  HSH,  IllG,  ISG,  JóhS,  JónG,  KVM,  KÓ,  KHG,  KÞJ,  KLM,  LB,  MS,  PHB,  RR,  RGuðb,  SKK,  SF,  SVÓ,  StB,  ÞKG,  ÞSveinb.
10 þm. (AtlG,  ÁI,  ÁÞS,  GAK,  JBjarn,  JM,  KJak,  KolH,  SJS,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
12 þm. (BjarnB,  EMS,  EyH,  GMJ,  HHj,  HerdÞ,  HöskÞ,  KaJúl,  ÓN,  VS,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

 1. gr., svo breytt, samþ. með 37 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BjörgvS,  BjörkG,  BBj,  EKG,  EBS,  GHH,  GuðbH,  GSB,  GÞÞ,  GSv,  IllG,  ISG,  JóhS,  JónG,  KVM,  KÓ,  KHG,  KÞJ,  KLM,  LB,  PHB,  RR,  RGuðb,  SKK,  SVÓ,  StB,  ÞKG,  ÞSveinb.
13 þm. (AtlG,  ÁI,  ÁÞS,  EyH,  GAK,  JBjarn,  JM,  KJak,  KolH,  MS,  SF,  SJS,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
13 þm. (BJJ,  BjarnB,  EMS,  GMJ,  HSH,  HHj,  HerdÞ,  HöskÞ,  KaJúl,  ÓN,  VS,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

 2.–4. gr. samþ. með 37 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BjörgvS,  BjörkG,  BBj,  EKG,  EBS,  GHH,  GuðbH,  GSB,  GÞÞ,  GSv,  IllG,  ISG,  JóhS,  JónG,  KVM,  KÓ,  KHG,  KÞJ,  KLM,  LB,  PHB,  RR,  RGuðb,  SKK,  SVÓ,  StB,  ÞKG,  ÞSveinb.
16 þm. (AtlG,  ÁI,  ÁÞS,  BJJ,  EyH,  GAK,  HSH,  JBjarn,  JM,  KJak,  KolH,  MS,  SF,  SJS,  VS,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
10 þm. (BjarnB,  EMS,  GMJ,  HHj,  HerdÞ,  HöskÞ,  KaJúl,  ÓN,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr. 

Frumvarpið gengur (eftir 2. umr.) til fjárln.