144. löggjafarþing — 47. fundur
 12. desember 2014.
framhaldsskólar, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 214. mál (rafræn námsgögn, gjaldtökuheimild o.fl.). — Þskj. 243, nál. m. brtt. 559, nál. 574.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[14:18]

 1. gr. samþ. með 55 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BirgJ,  BjG,  BjarnB,  BjÓ,  BP,  BN,  EKG,  ElH,  ELA,  EyH,  FSigurj,  GuðbH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HarB,  HE,  HHG,  HHj,  HöskÞ,  IllG,  JMS,  JónG,  KG,  KJak,  KÞJ,  LRM,  LínS,  OH,  PVB,  PJP,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SDG,  SÁA,  SII,  SigrM,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  UBK,  VBj,  ValG,  VigH,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE,  ÖS.
1 þm. (JÞÓ) greiddi ekki atkv.
7 þm. (ÁPÁ,  KaJúl,  KLM,  ÓP,  SIJ,  VilB,  ÖJ) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[14:18]
Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Við greiðum hér atkvæði um frumvarp varðandi breytingar á framhaldsskólalögum. 1. gr. fjallar um að náms- og starfsráðgjafar fái rétt til launaðs námsorlofs til jafns við stjórnendur. Það er í samræmi við kjarasamninga þannig að ég styð það en óska eftir því að fá tækifæri til þess að fjalla um hinar greinarnar sérstaklega í atkvæðaskýringum.



 2. gr. samþ. með 39:7 atkv. og sögðu

  já:  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjarnB,  BP,  BN,  EKG,  ElH,  ELA,  EyH,  FSigurj,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HarB,  HE,  HöskÞ,  IllG,  JMS,  JónG,  KG,  KÞJ,  LínS,  PJP,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SDG,  SÁA,  SigrM,  SilG,  UBK,  ValG,  VigH,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE.
nei:  GuðbH,  HHG,  HHj,  OH,  SII,  VBj,  ÖS.
10 þm. (BirgJ,  BjG,  BjÓ,  JÞÓ,  KJak,  LRM,  PVB,  SJS,  SÞÁ,  SSv) greiddu ekki atkv.
7 þm. (ÁPÁ,  KaJúl,  KLM,  ÓP,  SIJ,  VilB,  ÖJ) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[14:19]
Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Hér á að fella brott ákvæði úr lögum varðandi skilyrði fyrir því að fá viðurkenningu á starfsleyfi fyrir einkaskóla. Fellt er niður í h-lið að skoða eigi starfsaðstöðu og aðbúnað kennara, nemenda og þjónustu við þá. Ég sé engin rök fyrir því að taka þessa kröfu út hvað varðar starfsleyfi einkaskóla og leggst gegn þessari grein.



Brtt. í nál. 559,1 samþ. með 39 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjarnB,  BP,  BN,  EKG,  ElH,  ELA,  EyH,  FSigurj,  GÞÞ,  GBS,  HarB,  HE,  HöskÞ,  IllG,  JMS,  JónG,  KG,  KÞJ,  LínS,  PVB,  PJP,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SDG,  SÁA,  SigrM,  SilG,  UBK,  ValG,  VigH,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE.
14 þm. (BirgJ,  BjG,  GuðbH,  HHG,  HHj,  JÞÓ,  KJak,  LRM,  OH,  SII,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VBj) greiddu ekki atkv.
10 þm. (ÁPÁ,  BjÓ,  GStein,  KaJúl,  KLM,  ÓP,  SIJ,  VilB,  ÖJ,  ÖS) fjarstaddir.

 3. gr., svo breytt, samþ. með 35:12 atkv. og sögðu

  já:  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjarnB,  BN,  EKG,  ElH,  ELA,  EyH,  FSigurj,  GÞÞ,  GBS,  HarB,  HE,  IllG,  JMS,  JónG,  KG,  KÞJ,  LínS,  PJP,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SÁA,  SigrM,  SilG,  UBK,  ValG,  VigH,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE.
nei:  BjG,  GuðbH,  HHG,  HHj,  KJak,  OH,  SII,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VBj,  ÖS.
7 þm. (BirgJ,  BP,  GStein,  JÞÓ,  LRM,  PVB,  RM) greiddu ekki atkv.
9 þm. (ÁPÁ,  BjÓ,  HöskÞ,  KaJúl,  KLM,  ÓP,  SIJ,  VilB,  ÖJ) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[14:20]
Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Hér eru greidd atkvæði um starfstíma framhaldsskóla, ákvæði sem nú er í framhaldsskólalögum. Tillagan snýst um að færa ákvæðið yfir í reglugerðarheimild. Ég tel það vera afar óæskilegt á sama tíma og Alþingi hefur enga aðkomu að slíkum reglugerðarheimildum eða samþykktum, eðlilegra sé að þetta verði áfram í lögum og fái þá umsögn í viðkomandi nefndum um hvernig eigi að breyta lögunum. Ég leggst gegn þessu ákvæði með tilliti til þess að það sé meira réttlæti að Alþingi og þeir umsagnaraðilar sem koma fyrir nefndir hafi áhrif en að færa þetta allt inn í ráðuneytið.



Brtt. í nál. 559,2 samþ. með 34 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjarnB,  BN,  EKG,  ElH,  ELA,  FSigurj,  GÞÞ,  GBS,  HarB,  HE,  HöskÞ,  IllG,  JMS,  JónG,  KG,  KÞJ,  LínS,  PJP,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SigrM,  SilG,  UBK,  ValG,  VigH,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE.
18 þm. (BirgJ,  BjG,  BP,  GuðbH,  GStein,  HHG,  HHj,  JÞÓ,  KJak,  LRM,  OH,  PVB,  SII,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VBj,  ÖS) greiddu ekki atkv.
11 þm. (ÁPÁ,  BjÓ,  EyH,  KaJúl,  KLM,  ÓP,  RM,  SÁA,  SIJ,  VilB,  ÖJ) fjarstaddir.

 4. gr., svo breytt, samþ. með 36:7 atkv. og sögðu

  já:  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjarnB,  BN,  EKG,  ElH,  ELA,  EyH,  FSigurj,  GÞÞ,  GBS,  HarB,  HE,  HöskÞ,  IllG,  JMS,  JónG,  KG,  KÞJ,  LínS,  PJP,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SÁA,  SigrM,  SilG,  UBK,  ValG,  VigH,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE.
nei:  BjG,  GuðbH,  HHj,  OH,  SII,  VBj,  ÖS.
13 þm. (BirgJ,  BjÓ,  BP,  GStein,  HHG,  JÞÓ,  KJak,  LRM,  PVB,  RM,  SJS,  SÞÁ,  SSv) greiddu ekki atkv.
7 þm. (ÁPÁ,  KaJúl,  KLM,  ÓP,  SIJ,  VilB,  ÖJ) fjarstaddir.
5 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[14:21]
Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Í samhengi við alla umræðuna sem við höfum átt í dag um tekjuöflun og útgjöld þá er hér verið að samþykkja, ef þingið veitir heimild, að taka gjald af nemendum til að greiða fyrir námsgögn. Slík heimild er ekki í lögum í dag. Okkur hefur ekki tekist að setja inn fjármagn samkvæmt 51. gr. laga um námsgögn þar sem kveðið er á um að í fjárlögum hvers árs skuli tilgreind sú fjárhæð sem veitt er til að mæta kostnaði nemenda vegna námsgagna. Það er ekki sett ein einasta króna í það, heldur á að fara af stað með rafræn gögn á kostnað nemenda eingöngu. Því leggst ég alfarið á móti þessu.

Það er gríðarlega mikilvægt að menn efli og styrki námsgagnaútgáfu og styrki rafræn námsgögn í skólum, en það á ekki að gera á kostnað nemenda eingöngu. Þess vegna leggst ég á móti þessu máli.



[14:22]
Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég sit hjá í þessu máli, ekki af því að ég sé fylgjandi gjaldtöku fyrir námsefni í skólum heldur af því að raunin er því miður sú að þau ákvæði sem við samþykktum hér í framhaldsskólalögum um að námsefni yrði nemendum að kostnaðarlausu hafa ekki komist til framkvæmda. Ég hefði talið mikilvægt að við mundum taka höndum saman á Alþingi um að skoða hvernig við getum lækkað námsefniskostnað nemenda og helst gert hann að engu og þá fari saman bæði rafrænt og annað námsefni. Ég tel að slíkrar heildarendurskoðunar sé þörf.



[14:23]
Páll Valur Björnsson (Bf):

Hæstv. forseti. Við í Bjartri framtíð fögnum því þróunarverkefni sem er verið að fara af stað með, að auka rafræn námsgögn, og styðjum það heils hugar ef farið verður meira út í það. Í þessu frumvarpi er verið að setja gjald á nemendur sem við getum ekki sætt okkur við. Við teljum að ríkissjóður eigi að koma að því ef fara á í slíkt þróunarverkefni. Þetta er mjög jákvætt skref í átt að breytingum á námsefni í nútímalegum kennsluháttum og mun minnka kostnað þegar fram líða stundir. Við getum ekki sætt okkur við það að nemendur beri kostnaðinn einir en setjum okkur samt ekki upp á móti málinu heldur sitjum hjá.



[14:24]
Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Það er mín eindregna skoðun að ríkið eigi að kosta námsgögn en það togast hins vegar á við hitt, að einhvers staðar þarf að byrja innleiðingu á rafrænum námsgögnum. Eins og er er ófremdarástand á markaði framhaldsskólagagna. Það er ekki eins og að hlutirnir séu góðir eins og þeir eru núna. Stundum er sagt að maður eigi ekki að taka versta kostinn fram yfir þann næstbesta þannig að þótt ég sé ósáttur við þá tilhugsun að það verði meginreglan að nemendur eigi að borga öll skólagögn þá er tilfellið að það er þannig núna. Kostnaðurinn er hvort sem er á nemendum eins og er og þótt ég vilji breyta því þá togast þetta á í mér því að við verðum að taka upp rafræn skólagögn.

Sú ágiskun kom fram í nefnd að nemendur gætu sparað allt að 30% af námsgagnakostnaði. Það er engin staðfesting á þessu þannig að ég legg til að við fylgjumst mjög vel með framþróun þessa máls. Ég sit hjá í þetta skiptið og áskil mér fullan rétt til þess að endurskoða afstöðu mína við 3. umr.



[14:25]
Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Það er ágætt að rifja það upp að hér rétt áðan samþykkti stjórnarmeirihlutinn virðisaukaskatt á bækur, líka skólabækur, útgáfu á þeim. Það þyngir enn námskostnaðinn og gerir skólabókaáutgáfu erfiða eins og aðra bókaútgáfu.

Nú þegar betur árar hefur þessi ríkisstjórn ákveðið að gera ekki vel við framhaldsskólana. Hún ætlar að láta einstaka nemendur bera tiltekinn kostnað á innleiðingu eða þróun rafræns námsefnis. Ég get ekki sætt mig við það. Ég tel að við hljótum að eiga að stefna í átt að gjaldleysi frekar en gjaldtöku eins og hér er verið að gera.

Mér finnst ekki eðlilegt að einhverjir örfáir beri kostnað af tilraunastarfsemi. Það á ráðuneytið að taka að sér og sjá til þess að skólar sem vilja taka þátt í slíku geti gert það án þess að nemendur þurfi að borga fyrir það. Hvað ef nemandi borgar sig ekki inn í tiltekinn áfanga? Fær hann ekki þá að vera með? Við vitum að nemendur velja stundum að kaupa sér ekki námsbækur og komast upp með það. Hvernig verður því háttað í rafrænu kerfi? (Forseti hringir.) Það hefur ekki legið fyrir.



 5.–6. gr. samþ. með 36 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjarnB,  BN,  EKG,  ElH,  ELA,  EyH,  FSigurj,  GÞÞ,  GBS,  HarB,  HE,  HöskÞ,  IllG,  JMS,  JónG,  KG,  KÞJ,  LínS,  PJP,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SÁA,  SigrM,  SilG,  UBK,  ValG,  VigH,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE.
19 þm. (BirgJ,  BjG,  BjÓ,  BP,  GuðbH,  GStein,  HHG,  HHj,  JÞÓ,  KJak,  LRM,  OH,  PVB,  RM,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VBj,  ÖS) greiddu ekki atkv.
8 þm. (ÁPÁ,  KaJúl,  KLM,  ÓP,  SII,  SIJ,  VilB,  ÖJ) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr. 

Frumvarpið gengur (eftir 2. umr.) til allsh.- og menntmn.