148. löggjafarþing — 75. fundur.
jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 393. mál. — Þskj. 550, nál. m. brtt. 1179.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[19:18]

[19:06]
Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Í þessari atkvæðagreiðslu og annarri um skylt mál greiðum við atkvæði um það sem oft hefur verið kallað mismununarlöggjöfin. Verði frumvörpin tvö samþykkt munu réttindi fólks sem tilheyrir jaðarsettum hópum í íslensku samfélagi aukast verulega og fólkið fá mjög mikla réttarbót. Mig langar að þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd fyrir gott samtal og samstarf við vinnslu málanna. Ég vil ekki síður þakka hæstv. félagsmálaráðherra fyrir að leggja til bráðabirgðaákvæði sem gerir það að verkum, verði ákvæðið samþykkt, að frumvarp um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna verður útvíkkað. Ráðherra kemur þá að ári frá gildistöku þessara laga með frumvarp sem nær til enn stærri hóps og (Forseti hringir.) þar með verður mannréttinda- og réttindaverndin enn betri. Þetta er mikilvægt mál.



[19:08]
Óli Björn Kárason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta frumvarp er ágætt dæmi um það þegar við í góðum ásetningi gerumst samfélagsverkfræðingar í þeirri trú að við getum leyst öll vandamál heimsins, öll vandamál sem við þurfum við að glíma við. Því miður erum við að rata á villigötur. Það sem ég óttast að gerist með þessu frumvarpi og öðru sem kemur síðar til atkvæða er að við finnum út þau stjórnarskrárvörðu réttindi sem eru heilög, en í 65. gr. segir að allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþátta, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Þegar við teljum ástæðu til að setja í lög það sem tryggt er í stjórnarskrá þynnum við út stjórnarskrána og merkingu hennar. (Forseti hringir.) Þetta frumvarp bætir engu við það sem segir í stjórnarskrá og öðrum lögum. Því get ég ekki stutt frumvarp hæstv. félags- og jafnréttismálaráðherra.



[19:09]
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég ætlaði að koma upp til að ræða þessa atkvæðagreiðslu en verð eiginlega að svara því fádæma bulli sem kom frá hv. þm. Óla Birni Kárasyni. (ÓBK: Þakka þér fyrir.) Gerðu svo vel. (Gripið fram í.) Þetta mun ekki finna nokkurn skapaðan hlut út enda höfum við sett ýmis lög um ýmis réttindi, t.d. eignarréttinn sem mörgum samflokksmönnum hv. þingmanns er einkar annt um, og gerir það ekkert annað en að styrkja þau stjórnarskrárbundnu réttindi. Það sem hins vegar kemur út úr þessum lögum er að sjálfsögðu að núna er miklu meiri réttarheimild fyrir því að fólk leiti réttar síns á ódýrari hátt hjá kærunefnd, sem er eitthvað sem fólk hefur vantað þar sem ekki hafa allir efni á að leita úrlausna sinna mála hjá dómstólum. Hér komum við að stjórnsýslulegum úrræðum til að vinna gegn mismunun á Íslandi, sem hefur vantað. Við erum eftirbátar annarra þjóða hvað það varðar og þetta er mikil réttarbót. Það er engin veiking á þeim réttindum í því falin, einungis styrking.



[19:10]
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Allir hv. þingmenn hljóta að vera sammála um markmið þessa frumvarps, en eins og hv. þm. Óli Björn Kárason benti mjög vel á áðan er sá réttur sem frumvarpinu er ætlað að tryggja þegar til staðar í fyrirliggjandi lögum og í stjórnarskrá. Það er kannski til marks um málefnarýrð þessarar ríkisstjórnar og skort á sýn, skort á nýjum málum, að hún skuli vera að reyna að skreyta sig með fjöðrum fyrri kynslóða þingmanna, endurvinna mál, samþykkja aftur það sem aðrir þingmenn hafa þegar leitt í lög, réttarbætur sem aðrir þingmenn hafa þegar leitt í lög og í stjórnarskrá. Það er ekki svo að ef einhver tiltekinn hópur er ekki sérstaklega nefndur í lögum, að hann eigi að njóta jafns réttar, þá njóti han ekki þess réttar. Allir einstaklingar skulu njóta jafns réttar samkvæmt stjórnarskrá Íslands. Það að gefa til kynna að sérstaklega þurfi að nefna alla hópa til þess að þeir njóti þess réttar er skaðlegt.



[19:12]
fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég verð að taka undir með þeim sem hér hafa mælt í umræðu um þessa atkvæðagreiðslu hvað það varðar að það hefur reynst þeim sem hafa kallað eftir skýringum á því hvaða réttindi það eru sem ekki eru varin samkvæmt gildandi rétti sem bætast við samkvæmt þeim lögum sem verið er að lögfesta. Án þess að skýr svör hafi nokkurn tíma fengist við þessu er erfitt að vera sammála því að skortur sé á þessari lagasetningu, þ.e. að einhver sérstök þörf sé fyrir hana. Þetta setur menn auðvitað í dálítið sérstaka stöðu sem telja réttinn vera til staðar, en að þetta sé einfaldlega ekki góð lagasetning sem við erum með í höndunum þegar þarf að taka afstöðu til allra þeirra réttinda sem eru síðan talin upp. Sannarlega eru menn ekki mótfallnir réttindunum sem eru hér heldur spyrja einfaldlega: Til hvers þessi lög núna (Forseti hringir.) í ljósi þess réttar sem er í gildi? Við því finnst mér ekki hafa fengist gild svör í þinglegri umræðu.



[19:13]
félags- og jafnréttismálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Um leið og við afgreiðum þetta mál vil ég þakka hæstv. allsherjar- og menntamálanefnd fyrir góð störf í málinu og sérstaklega framsögumanni málsins, Steinunni Þóru Árnadóttur, og segja að þeim athugasemdum sem hafa komið fram hafi verið svarað, hygg ég, við vinnslu málsins í nefndinni, enda sé ég ekki annað. Leiða mætti að því líkur miðað við umræðurnar að mikil deila sé um málið en undir nefndarálitið rita fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem eiga sæti í nefndinni og full samstaða virðist vera um málið. Hluti af því að leysa það er að setja inn bráðabirgðaákvæði sem felur í sér að þessi lög verði útvíkkuð og nái til fleiri hópa og er ráðherra félags- og jafnréttismála falið að vinna nýtt lagafrumvarp sem verði lagt fram á Alþingi innan árs frá því að þessi lög taka gildi. Ég vil lýsa því yfir að ég mun leggja mitt af mörkum til að tryggja að svo verði.

Ég óska okkur til hamingju með að frumvarp þetta sé að ná hérna í gegn (Forseti hringir.) og sérstaklega að það sé í svona gríðarlega góðri sátt afgreitt úr nefndinni að fulltrúar allra stjórnmálaflokka skuli vera á álitinu. Það sýnir hversu vel það er unnið af hálfu nefndarinnar og sérstaklega framsögumanninum Steinunni Þóru Árnadóttur. Takk fyrir þetta.



[19:14]
Hanna Katrín Friðriksson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég fagna þessum framkomnu frumvörpum. Það er vissulega mikilvægt að tryggja jafnan rétt ólíkra hópa. Þrátt fyrir okkar um margt ágætu stjórnarskrá eru hópar sem eru ekki sérstaklega tilgreindir þar. Fjallað er sérstaklega um þá í þessu frumvarpi, þar er um að ræða hópa gagnvart mismunandi kynvitund, kyneinkenni og kyntjáningu svo dæmi séu tekin. Ástæða þess að ég kem hingað upp, samhliða því að fagna þessu, er að lýsa yfir ákveðnum vonbrigðum með að á sama tíma skuli ekki vera löggjöf um málefni transfólks og intersexfólks því að um töluvert skeið hefur verið talað um að þessir pakkar fari saman. Ég átta mig á að hæstv. heilbrigðisráðherra er með þessi mál á sinni könnu og hefur talað um að frumvarp komi fram í haust, sem er gott. En ég lýsi engu að síður yfir áhyggjum af því vegna þess að á meðan unnið hefur verið að þessum heildstæða málaflokki hefur verið talað mikið um mikilvægi þess að þetta allt sé sett fram saman.

Ég ætla að nota tækifærið og segja að ég vonast innilega til (Forseti hringir.) þess að stór og mikill verkefnalisti hæstv. heilbrigðisráðherra verði ekki til þess að málefni transfólks og intersexfólks hrapi neðar á forgangslistanum, nú þegar þetta frumvarp er orðið að lögum, ef svo fer sem horfir.



[19:16]
Þorsteinn Víglundsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það gæti jafnvel farið svo að ég færi rétt með hvernig ég muni greiða atkvæði í þessu máli. Mig langar að þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd fyrir vinnuna í málinu og hæstv. félags- og jafnréttismálaráðherra fyrir að koma með málið fyrir þingið. Þetta hefur verið lengi í undirbúningi af hálfu framkvæmdarvaldsins og ég veit að fyrrverandi hæstv. félags- og þá húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, lagði mjög mikið á sig við vinnslu málsins á sínum tíma. Sjálfur lagði ég það fyrir þing í tvígang, en því miður náðist ekki að ljúka því þá. Ég fagna því mjög að málið sé komið til lokaafgreiðslu í þinginu og fagna líka þeirri umræðu sem hér er um að mikilvægt sé að stíga skrefinu lengra í þessu. Ég heyri á umræðunni og orðum hæstv. félags- og jafnréttismálaráðherra að við þurfum ekki að óttast að svo verði ekki gert og munum takast jafnvel á við þau frekari skref í þessu mikilvæga máli þegar í haust.



[19:17]
Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta er dálítið sérkennileg uppákoma sem er að verða hér við afgreiðslu þessara mála þar sem ég stóð í þeirri meiningu að þetta mál væri flutt af hæstv. ríkisstjórn, en það virðist vera einhver misskilningur um að það sé eining innan ríkisstjórnarinnar um málið. Þá finnst mér dálítið undarlegur málflutningur að ekki megi setja lög um neitt sem kveðið er á um í stjórnarskránni. Þá held ég að við þyrftum að taka okkur til og hreinsa býsna vel til í lagasafninu ef það er lagatúlkunin og túlkunin á stjórnarskránni. Við erum með lög um jafna aðstöðu karla og kvenna, verið var að samþykkja þingsályktun um að það þyrfti að fara í vinnu við að jafna kjör karla og kvenna. Samkvæmt þessu segir stjórnarskráin að allir skulu vera jafnir fyrir lögum. Eigum við ekki bara að fara heim, herra forseti?



 1. gr. samþ. með 53 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  AIJ,  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  GBr,  GÞÞ,  GIK,  GuðmT,  GBS,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HVH,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KEH,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NF,  OH,  ÓGunn,  PállM,  RBB,  SEÞ,  SIJ,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞSÆ,  ÞórE.
8 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  BN,  ÓÍ,  ÓBK,  SDG,  SPJ,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
2 þm. (BHar,  SÁA) fjarstaddir.

 2.–4. gr. samþ. með 56 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  AIJ,  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  GBr,  GÞÞ,  GIK,  GuðmT,  GBS,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HVH,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KEH,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NF,  OH,  ÓGunn,  PállM,  RBB,  SEÞ,  SIJ,  SPJ,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorS,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞSÆ,  ÞórE.
6 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  BN,  ÓÍ,  ÓBK,  SDG) greiddu ekki atkv.
1 þm. (SÁA) fjarstaddur.

Brtt. í nál. 1179,1 samþ. með 54 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  AIJ,  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  GBr,  GÞÞ,  GIK,  GuðmT,  GBS,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HVH,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KEH,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NF,  OH,  ÓGunn,  PállM,  RBB,  SEÞ,  SIJ,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞSÆ,  ÞórE.
8 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  BN,  ÓÍ,  ÓBK,  SDG,  SPJ,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
1 þm. (SÁA) fjarstaddur.

 5. gr., svo breytt, samþ. með 53 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  AIJ,  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  GBr,  GÞÞ,  GIK,  GuðmT,  GBS,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HVH,  IngS,  JÞÓ,  KEH,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NF,  OH,  ÓGunn,  PállM,  RBB,  SEÞ,  SIJ,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞSÆ,  ÞórE.
8 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  BN,  ÓÍ,  ÓBK,  SDG,  SPJ,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
2 þm. (JSV,  SÁA) fjarstaddir.

 6.–17. gr. samþ. með 53 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  AIJ,  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  GBr,  GÞÞ,  GIK,  GuðmT,  GBS,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HVH,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KEH,  KGH,  KJak,  KÓP,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NF,  OH,  ÓGunn,  PállM,  RBB,  SEÞ,  SIJ,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞSÆ,  ÞórE.
8 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  BN,  ÓÍ,  ÓBK,  SDG,  SPJ,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
2 þm. (KÞJ,  SÁA) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 1179,2–4 (og nýtt ákv. til brb.) samþ. með 54 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  AIJ,  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  GBr,  GÞÞ,  GIK,  GuðmT,  GBS,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HVH,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KEH,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NF,  OH,  ÓGunn,  PállM,  RBB,  SEÞ,  SIJ,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞSÆ,  ÞórE.
8 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  BN,  ÓÍ,  ÓBK,  SDG,  SPJ,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
1 þm. (SÁA) fjarstaddur.

 18.–19. gr., svo breyttar, samþ. með 54 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  AIJ,  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  GBr,  GÞÞ,  GIK,  GuðmT,  GBS,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HVH,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KEH,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NF,  OH,  ÓGunn,  PállM,  RBB,  SEÞ,  SIJ,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞSÆ,  ÞórE.
8 þm. (BergÓ,  BirgÞ,  BN,  ÓÍ,  ÓBK,  SDG,  SPJ,  ÞorS) greiddu ekki atkv.
1 þm. (SÁA) fjarstaddur.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.