139. löggjafarþing — 153. fundur
 11. júní 2011.
stjórn fiskveiða, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 826. mál (strandveiðar, aflamark, veiðigjald o.fl.). — Þskj. 1474, nál. 1692, 1709 og 1710, frhnál. 1761, brtt. 1693, 1762 og 1797.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[18:42]

[18:36]
Einar K. Guðfinnsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það frumvarp sem við ræðum hér, og erum að taka til afgreiðslu eftir 2. umr., kom vanbúið inn í þingið og fer vanbúið héðan út. Þetta er frumvarp sem stenst ekki lágmarkskröfur eins og meðal annars hefur komið fram í máli umsagnaraðila. Þetta er ekki frumvarp sem veitir neina heildarsýn. Það er rétt, sem segir í áliti Alþýðusambands Íslands, að það er vandséð hver meginmarkmið frumvarpsins eru. Í þessu frumvarpi er að finna ýmsar greinar sem stangast innbyrðis illa á. Frumvarpið er með öðrum orðum neikvætt. Það er vont fyrir íslenskan sjávarútveg. Það er vont fyrir íslenskar sjávarbyggðir. Það er vont fyrir íslenska þjóð.



[18:37]
Jón Gunnarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég held að ríkisstjórnin hafi haft einstakt tækifæri til að slá friðartón um sjávarútvegsmál til framtíðar þegar vinna endurskoðunarnefndarinnar lá fyrir, þær tillögur sem þar birtust og sú breiða samstaða sem náðist í þeim hópi. En það hefur ekki tekist vel til á ríkisstjórnarheimilinu gagnvart þessu máli frekar en mörgum öðrum. Hér held ég að við höfum orðið vitni að lélegustu vinnubrögðum í meðferð mála á þingi sem um getur. Umsagnir allra þeirra aðila, alveg sama úr hvaða röðum þær koma, hvort það eru fulltrúar sjómanna, fiskvinnslufólks, útgerðarmanna eða annarra sérfræðinga á þessu sviði, sem sendu umsagnir inn, voru allar á sama veg; allir gáfu frumvarpinu falleinkunn. Það er falleinkunn fyrir ríkisstjórnina í fyrstu skrefum sínum í þá átt að fara í þessar grundvallarbreytingar.

Ég vona að ríkisstjórnin og ríkisstjórnarflokkarnir hafi lært sína lexíu (Forseti hringir.) af þessari ömurlegu málsmeðferð og beiti betri verkfærum (Forseti hringir.) í haust þegar stærri endurskoðun stendur til.



[18:38]
Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég kem hingað upp til að hvetja ríkisstjórnina og þingmeirihlutann til að vanda vinnu sína mun betur en hér er gert. Áður en farið verður í stærra málið í haust þurfum við tileinka okkur vandaðri vinnubrögð en hér eru viðhöfð. Ég vil í því sambandi nota tækifærið til að minna á þingsályktunartillögu okkar framsóknarmanna sem kveður á um að kalla saman alla hagsmunaaðila, innan greinarinnar, launþegahreyfingarinnar, sveitarfélaga og allra flokka, til að fá fram raunverulegt samráð og samvinnu og halda áfram við þá vinnu þar sem sáttanefndin endaði. Þá mundum við kannski ekki enda með slíkt frumvarp í höndunum sem við höfum verið að berjast hér við síðastliðna tíu daga.



[18:40]
Bjarni Benediktsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þess er skemmst að minnast að í hverjum fréttatímanum á fætur öðrum voru menn inntir eftir því hvenær frumvörp ríkisstjórnarinnar um fiskveiðistjórnarmálin kæmu fram. Það var sagt að frumvörpin kæmu í næstu viku, eftir helgi. Svo liðu vikur og mánuðir og málin biðu og biðu. Nú er komið í ljós að hafi það verið ætlun stjórnarflokkanna að slá pólitískar keilur með þessum frumvörpum hefur sú tilraun mistekist hrapallega. Það er ljóst af því í hvaða farveg þessi mál féllu — þau féllu í mjög grýttan farveg hjá öllum hlutaðeigandi. Meira að segja gátu stjórnarflokkarnir sjálfir ekki komið sér saman um eina niðurstöðu þegar málið fór til nefndar. Það varð okkur öllum ljóst sem fylgdumst með vandræðaganginum hjá ríkisstjórninni við að koma málunum hér inn í þingið að það var ekki að ástæðulausu sem þau komu ekki fram, það var vegna þess að stjórnin hafði ekki einu sinni komið sér almennilega saman um þessi mál áður en þau komu hingað. Öll málsmeðferðin (Forseti hringir.) og efnisatriði þessa frumvarps hafa fengið falleinkunn. Best hefði farið á því að ríkisstjórnin hefði dregið (Forseti hringir.) málið í heild sinni til baka.



[18:41]
Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um litla fiskveiðistjórnarfrumvarpið, mál sem hefur valdið miklum taugatitringi innan þings og utan. Út af hverju skyldi það nú vera? Frumvarp sem styrkir atvinnu, eflir byggðir og felur í sér jöfnunaraðgerðir á milli útgerðarflokka og skilar auknum arði til þjóðarinnar. (Gripið fram í: Jæja.) Jú, skyldi það nú ekki vera vegna þess að menn gera sér grein fyrir því að þetta mál er ísbrjótur í því sem koma skal. (Gripið fram í: Já.) Við ætlum að breyta stjórn fiskveiða í átt til réttlætis og jöfnuðar og til hagsældar fyrir þjóðina. Ég er stolt af því að vera þátttakandi í því að móta nýja stefnu í fiskveiðistjórnarkerfinu. Við erum á réttri leið þó að hún sé þyrnum stráð. Þjóðin kallar eftir breytingum og við erum að svara því kalli.

Ég vil að lokum þakka hv. sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd fyrir (Forseti hringir.) góða samvinnu í þessu máli.



Brtt. 1693 kölluð aftur.

Till. í nál. 1709 um að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar felld með 29:21 atkv. og sögðu

  já:  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BjarnB,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  HuldA,  ÍR,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  SKK,  ÞKG.
nei:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BaldÞ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LRM,  MSch,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
13 þm. (AMG,  AtlG,  ÁJ,  GStein,  HöskÞ,  KaJúl,  LMós,  MT,  SF,  TÞH,  VigH,  ÞSa,  ÞrB) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[18:43]
Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Nú höfum við tækifæri í þingheimi til að sýna það í verki hvaða augum við lítum þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið hér í dag, og afrakstur þeirra. Ég taldi eðlilegt að þessu máli yrði vísað til ríkisstjórnarinnar. Nú höfum við tækifæri til þess með því að segja já. Og ég segi já.



Brtt. 1762,1 (ný grein, verður 1. gr.) samþ. með 30:13 atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BaldÞ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LRM,  MSch,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  ÍR,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  ÞKG.
7 þm. (ÁsmD,  EyH,  GBS,  HuldA,  JónG,  SDG,  SIJ) greiddu ekki atkv.
13 þm. (AMG,  AtlG,  ÁJ,  GStein,  HöskÞ,  KaJúl,  LMós,  MT,  SF,  TÞH,  VigH,  ÞSa,  ÞrB) fjarstaddir.

Brtt. 1762,2.a samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BaldÞ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LRM,  MSch,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
20 þm. (ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  HuldA,  ÍR,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  SKK,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
13 þm. (AMG,  AtlG,  ÁJ,  GStein,  HöskÞ,  KaJúl,  LMós,  MT,  SF,  TÞH,  VigH,  ÞSa,  ÞrB) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[18:45]
Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Hér greiðum við atkvæði um það sem menn kölluðu svona sín á milli ýmist þvottabala- eða baðkarsákvæðið. Það er ákvæðið um að setja niður enn einn flokk strandveiðibáta, báta innan við þrjú tonn. Ég held að ég hafi ekki rekist nokkurs staðar á jákvæða umsögn um það mál hjá umsagnaraðilum eða hjá þeim sem um það fjölluðu að öðru leyti. Þetta mál var nánast innan sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar hlegið út af borðinu.



Brtt. 1762,2.b samþ. með 30:14 atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BaldÞ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LRM,  MSch,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  ÍR,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  ÞKG.
6 þm. (ÁsmD,  EyH,  GBS,  HuldA,  SDG,  SIJ) greiddu ekki atkv.
13 þm. (AMG,  AtlG,  ÁJ,  GStein,  HöskÞ,  KaJúl,  LMós,  MT,  SF,  TÞH,  VigH,  ÞSa,  ÞrB) fjarstaddir.

 1. gr. (verður 2. gr.), svo breytt, samþ. með 30:14 atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BaldÞ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LRM,  MSch,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  ÍR,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  ÞKG.
6 þm. (ÁsmD,  EyH,  GBS,  HuldA,  SDG,  SIJ) greiddu ekki atkv.
13 þm. (AMG,  AtlG,  ÁJ,  GStein,  HöskÞ,  KaJúl,  LMós,  MT,  SF,  TÞH,  VigH,  ÞSa,  ÞrB) fjarstaddir.

Brtt. 1797,1 (við brtt. 1762,3) samþ. með 30:13 atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BaldÞ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LRM,  MSch,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁsmD,  BÁ,  BjarnB,  GÞÞ,  GBS,  ÍR,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  ÞKG.
7 þm. (ÁsbÓ,  EKG,  EyH,  HuldA,  JónG,  SDG,  SIJ) greiddu ekki atkv.
13 þm. (AMG,  AtlG,  ÁJ,  GStein,  HöskÞ,  KaJúl,  LMós,  MT,  SF,  TÞH,  VigH,  ÞSa,  ÞrB) fjarstaddir.
7 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[18:47]
Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um 2. gr. Eins og menn vita var henni upphaflega teflt fram til þess að reyna að stuðla að meiri jöfnuði og sanngirni við það að fjármagna tilfærslubæturnar sem eru innbyggðar í fiskveiðistjórnarkerfið. Sú tillaga sem nú liggur fyrir er pólitísk niðurstaða stjórnarflokkanna. Hún er ekki viðunandi. Frá mínum bæjardyrum séð er hún þó skárri en óbreytt ástand og þess vegna kýs ég að sitja hjá.



[18:47]
Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Eftir að búið er að tína út flestar greinar af þeim stofni sem þetta frumvarp stendur á er þetta sú grein sem hefur valdið mestum ágreiningi síðustu daga. Hún fjallar um að stærstu útgerðarfélög landsins komi að því að greiða inn í félagslega potta, taki þátt í því að mynda hið félagslega kerfi í kringum sjávarútveg, sem við teljum öll nauðsynlegt að sé til staðar með einum eða öðrum hætti. Það hefði þótt frétt, virðulegi forseti, ef það væri Sjálfstæðisflokkurinn sem ætti hér frumkvæðið að því að leggja fram tillögu um að standa vörð um stærstu útgerðarfélögin og fría þau nánast við því að taka þátt í að greiða inn í félagslega potta. En við þingmenn höfum mörg viljað að þau stóru félög kæmu að þessu alveg eins og lítil og meðalstór fyrirtæki í bolfiski. Þetta er mikið réttlætismál og við verðum að stíga skrefið lengra á þessu sviði við næstu endurskoðun sem er boðuð á þessum málaflokki í haust.



[18:49]
Bjarni Benediktsson (S):

Frú forseti. Fram hefur komið í meðförum þingsins að um það ákvæði sem greidd eru atkvæði um virðist vera sá samhljómur milli þeirra sem eru í útgerð í dag, að útfæra þurfi þessa hluti. Ég verð að segja fyrir mitt leyti að miðað við það hversu stórt mál hér er undir er það ekki boðlegt hvernig að því hefur verið staðið af hálfu ráðherrans, að kasta því hingað inn í þingið. Það er heldur ekki boðlegt fyrir Alþingi að vera sett í þá stöðu að þurfa að afgreiða mál af þessum toga á örfáum dögum. En eins og komið hefur fram hefur nefndin ekki einu sinni tíma til að funda sérstaklega um þessi mál. Það gildir um þessa grein eins og aðrar.

Það er þó mikilvægt að fram hafi komið í störfum þingsins og í umfjöllun um þá grein það viðhorf að við skulum stíga inn á þessar nýju lendur hvernig svigrúm (Forseti hringir.) fyrir pottana er skapað, en ég get ekki frekar en á við um aðrar greinar stutt hana í þeirri mynd (Forseti hringir.) sem hún nú er.



[18:50]
Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Frú forseti. Sú breytingartillaga sem hér er gerð er sáttatillaga sett fram til að mæta sjónarmiðum sem fram hafa komið innan allra þingflokkanna. Það er því rangt hjá hv. þm. Jóni Gunnarssyni að ríkisstjórnin sé að ganga erinda stórútgerðar gegn smábátaútgerðarmönnum. (Gripið fram í.) Stjórnarfrumvarpið eins og það lá fyrir gerði ráð fyrir allt öðru fyrirkomulagi — ekki öðru fyrirkomulagi heldur yrði stigið mun fastar til jarðar varðandi framlagið inn í þennan samfélagslega pott. Um það náðist hins vegar ekki samstaða á þingi vegna andstöðu í öllum stjórnmálaflokkunum, öllum þingflokkunum. Það er í ljósi þess sem breytingartillagan er fram sett. Hún er sett fram sem sáttaboð í málinu.

Ég ætla að standa með þessari tillögu. Ég er ein af flutningsmönnum hennar. En ég hafna því að hægt sé að stilla þessu (Forseti hringir.) upp með þeim hætti og hv. þingmaður gerði. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)



[18:51]
Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Í upphaflegu frumvarpi hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var gert ráð fyrir því að jöfnuðurinn í félagslegu pottana yrði með þeim hætti að allir sem fengju úthlutaðar heimildir í þorskígildum talið mundu taka þátt í þeim. Það hefur verið þannig að einungis fjórum tegundum hefur þurft að skila inn í þessa samfélagslegu potta. Nú er alltaf verið að auka í þá. Það er líka í samræmi við — frumvarp hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er einmitt í samræmi við þá niðurstöðu og þær tillögur sem eru í greininni sjálfri, þ.e. innan þeirra aðila sem starfa í greininni sjálfri, að allir leggi jafnt inn í samfélagslegu pottana. Ég harma það mjög að það skuli vera gert með þeim hætti að búið er að þynna þetta út. Í gær var talað um 1/3 á þremur árum en nú er það komið niður í 25% sem segir okkur að einungis stærstu, öflugustu útgerðirnar komast áfram upp með það að leggja ekki í nægilega mikið inn í samfélagslega potta. En eigi að síður skal það viðurkennt að þetta skref er þó skárra heldur en staðan er í dag. Þess vegna sit ég hjá við þessa atkvæðagreiðslu.



[18:52]
Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Eins og sjá má á atkvæðatöflu er hún dálítið litskrúðug. Mér sýnist þó að stjórnarflokkarnir standi við sitt og setji það fram, en hjá Framsókn og Sjálfstæðisflokki eru allir litir.

Virðulegi forseti. Hér er grunnprinsippið stigið, eins og kom fram í sjávarútvegsnefnd hjá aðilum í sjávarútvegi, að það skref er stigið að allir leggi í pottana. Hér hefur hins vegar tekist, sem er gott, að gera það sanngjarnara en leit út fyrir í byrjun vegna þess að sú leið var mjög ósanngjörn á þessu ári. Þess vegna er ég stoltur af því sem hér er sett fram að það er þó stigið skref til baka til að leggja í en ekki eins mikið og öfgafullar tilraunir voru í raun og veru um í byrjun. Þetta er málamiðlun sem gerð er, hún er það. Við skulum vona að hún sé kannski eitt skrefið að því að ná meiri sátt um fiskveiðistjórnarkerfið, verkefni (Forseti hringir.) sem við alþingismenn eigum fram undan á næstu mánuðum.



[18:54]
Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Frú forseti. 2. gr. minna frumvarpsins hefur verið umdeild og staðið í mörgum mönnum í þingsal. Hér er horft til málamiðlunar og sáttar á þeirri leið sem farin hefur verið, en engu að síður haldið í grundvallaratriði málsins að allir leggi sitt af mörkum inn í þessa samfélagslegu hlutdeild sem svo er kölluð. Horft er til sanngirni, málamiðlunar og farsældar í þessu máli.



Brtt. 1762,3 (ný 2. gr., verður 3. gr.) samþ. með 32:11 atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BaldÞ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  GBS,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LRM,  MSch,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  BÁ,  BjarnB,  GÞÞ,  ÍR,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  ÞKG.
7 þm. (ÁsbÓ,  EKG,  EyH,  HuldA,  JónG,  SDG,  SIJ) greiddu ekki atkv.
13 þm. (AMG,  AtlG,  ÁJ,  GStein,  HöskÞ,  KaJúl,  LMós,  MT,  SF,  TÞH,  VigH,  ÞSa,  ÞrB) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[18:55]
Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég ætla að greiða tillögunni atkvæði mitt í þessari umferð. Ástæðan er sú að verið er að stíga eitt lítið hænuskref í að auka jöfnuð í því kerfi sem við búum við. Ég hefði viljað að greinin hefði staðið óbreytt eins og hún var í frumvarpinu því að í henni voru engar öfgar, eins og kom fram hjá hv. þm. Kristjáni L. Möller. Öfgarnar eru eins og þær eru í dag, að örfáar stórútgerðir í uppsjávarveiðum sleppi við að borga eða gera sitt til að styrkja þessa samfélagslegu potta. Það eru öfgarnar. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)

Ég skil ekki, frú forseti, að þeir sem kenna sig við jöfnuð og jafnaðarmennsku skuli ekki stíga skrefið til fulls, ég verð að segja það. En þetta er hænuskref í þá átt að þeir sem græða nú mest í þessari grein leggi eitthvað til.



Brtt. 1762,4 (3. gr. falli brott) samþ. með 34 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BaldÞ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  EyH,  GuðbH,  GLG,  GBS,  HHj,  HuldA,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LRM,  MSch,  ÓÞ,  RM,  SDG,  SER,  SII,  SIJ,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ.
14 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  ÍR,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
15 þm. (AMG,  AtlG,  ÁJ,  ÁsmD,  GStein,  HöskÞ,  KaJúl,  LMós,  MT,  SF,  TÞH,  VigH,  ÞSa,  ÞrB,  ÖS) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[18:57]
Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Þetta er mjög eftirtektarverð grein. Þegar mælt var fyrir þessu frumvarpi var sagt að meginmarkmið þess væru að auka byggðatengingar. Meginmarkmið þess væri að skipa málum varðandi byggðakvótann með sérstökum hætti. Meginmarkmið þess væri að búa til nýjar aðferðir varðandi úthlutun byggðakvóta. Þegar þau mál höfðu verið skoðuð var niðurstaðan sú að leiðin sem hæstv. ríkisstjórn ætlaði að fara var ófær, væri óréttlát og ófær. Þess vegna gerðist það að það varð niðurstaða meiri hluta sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar að fella greinina brott í heilu lagi. Það er það sem hér er verið að gera. Þetta eru heilmikil tíðindi og sýna með öðru hvernig staðið var að undirbúningi málsins af hálfu hæstv. ríkisstjórnar.



[18:57]
Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegur forseti. Það urðu mér það mikil vonbrigði að frávísunin var ekki samþykkt að ég hef ekki komið hér upp síðan. En í ræðum þingmanna hafa menn talað um málamiðlanir, sáttatillögur og litskrúðugar töflur. Þær benda auðvitað ekki til þess að þær málamiðlanir eða sáttatillögur hafi gengið sérlega vel. Einnig var talað um að ágreiningur hefði verið innan allra þingflokka. Ég mótmæli því. Það er enginn ágreiningur innan þingflokks Framsóknarflokksins. Hér er aftur á móti verið að fella út eitt mál, það er enginn ágreiningur og við greiddum ekki atkvæði út og suður.

Hér er hins vegar verið að fella út eina grein. Það er gott, við hefðum átt að fella út allar greinar. Þess vegna segi ég já, en ég mun sitja hjá við allar greinar sem ekki snúa að því að fella út greinarnar. Hugmyndafræðin í þessari grein, að styrkja byggðir í landinu, er hins vegar skynsamleg, en útfærslan var alveg vonlaus. Við ættum að taka upp stefnu Framsóknarflokksins.

Ríkisstjórnin ber ábyrgð á þessu máli, ekki við í stjórnarandstöðunni.



Brtt. 1762,5 samþ. með 30:14 atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BaldÞ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LRM,  MSch,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  ÍR,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  ÞKG.
5 þm. (EyH,  GBS,  HuldA,  SDG,  SIJ) greiddu ekki atkv.
14 þm. (AMG,  AtlG,  ÁJ,  ÁsmD,  GStein,  HöskÞ,  KaJúl,  LMós,  MT,  SF,  TÞH,  VigH,  ÞSa,  ÞrB) fjarstaddir.

 4. gr., svo breytt, samþ. með 29:14 atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  BaldÞ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LRM,  MSch,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  ÍR,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  ÞKG.
5 þm. (EyH,  GBS,  HuldA,  SDG,  SIJ) greiddu ekki atkv.
15 þm. (AMG,  AtlG,  ÁJ,  ÁsmD,  ÁRJ,  GStein,  HöskÞ,  KaJúl,  LMós,  MT,  SF,  TÞH,  VigH,  ÞSa,  ÞrB) fjarstaddir.

Brtt. 1762,6 (ný 5. gr.) samþ. með 30:14 atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BaldÞ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LRM,  MSch,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  ÍR,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  ÞKG.
5 þm. (EyH,  GBS,  HuldA,  SDG,  SIJ) greiddu ekki atkv.
14 þm. (AMG,  AtlG,  ÁJ,  ÁsmD,  GStein,  HöskÞ,  KaJúl,  LMós,  MT,  SF,  TÞH,  VigH,  ÞSa,  ÞrB) fjarstaddir.

Brtt. 1797,2 (við brtt. 1762,7) samþ. með 29:13 atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BaldÞ,  BirgJ,  BjörgvS,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LRM,  MSch,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  ÍR,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK.
6 þm. (BVG,  EyH,  GBS,  HuldA,  SDG,  SIJ) greiddu ekki atkv.
15 þm. (AMG,  AtlG,  ÁJ,  ÁsmD,  GStein,  HöskÞ,  KaJúl,  LMós,  MT,  SF,  TÞH,  VigH,  ÞKG,  ÞSa,  ÞrB) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[19:00]
Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Nú greiðum við atkvæði um hugmynd hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að ráðstafa veiðigjaldi með tilteknum hætti. Frumvarpinu fylgdi álit einnar af undirskrifstofum hæstv. fjármálaráðherra, fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, þar sem á það var bent að aðferðin sem verið væri að leggja til kynni að stangast á við stjórnarskrá Íslands. Það var auðvitað einboðið að þessi grein gat ekki staðið svo og ríkisstjórnin var gerð afturreka með málið. Það þurfti tvær atrennur af hálfu hæstv. meiri hluta sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar að gera þessar breytingar og niðurstaðan er sú sem við sjáum hér.

Það er auðvitað með ólíkindum að mál sem er sérstakt hjartans mál hæstv. ríkisstjórnar, sérstakt baráttumál hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skuli vera niðurlægt með þessum hætti í þingsölum. Þetta er staðan. Ég fagna því.



Brtt. 1762,7, 1.–2. mgr., samþ. með 29:14 atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BaldÞ,  BirgJ,  BjörgvS,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LRM,  MSch,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  ÍR,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  ÞKG.
5 þm. (EyH,  GBS,  HuldA,  SDG,  SIJ) greiddu ekki atkv.
15 þm. (AMG,  AtlG,  ÁJ,  ÁsmD,  BVG,  GStein,  HöskÞ,  KaJúl,  LMós,  MT,  SF,  TÞH,  VigH,  ÞSa,  ÞrB) fjarstaddir.

Brtt. 1762,7, 3. mgr., svo breytt, samþ. með 28:14 atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BaldÞ,  BirgJ,  BjörgvS,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LRM,  MSch,  ÓÞ,  RM,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  ÍR,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  ÞKG.
6 þm. (BVG,  EyH,  GBS,  HuldA,  SDG,  SIJ) greiddu ekki atkv.
15 þm. (AMG,  AtlG,  ÁJ,  ÁsmD,  GStein,  HöskÞ,  KaJúl,  LMós,  MT,  SER,  SF,  TÞH,  VigH,  ÞSa,  ÞrB) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[19:04]
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Þrátt fyrir það sem stjórnarmeirihlutinn samþykkti áðan, að tekjur af veiðigjaldi skuli renna í ríkissjóð, er nú verið að greiða atkvæði og að mér sýnist að samþykkja greinina um að þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skuli ráðstafa 15% tekna af veiðigjaldi til sveitarfélaga. Nánari útfærsla á þeirri ráðstöfun skal koma fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012. (Gripið fram í.) Já, koma fram eða skal heimilt.

Ég undirstrika að þetta sýnir enn og aftur hversu mikil della þetta frumvarp allt saman er, það er rauði þráðurinn í gegnum frumvarpið. Í ljósi þess að búið er að samþykkja að tekjur af veiðigjaldi skuli renna í ríkissjóð tel ég að einfaldlega hefði átt að setja punkt og þingið hefði ekki átt að segja neitt frekar um þetta.

Ég tel að það sé fjárlaganefndar þingsins og á endanum þingsins að ráðstafa tekjum í ríkissjóð. Þetta er röng leið. Þetta er vond leið. Ég efast um að hún standist stjórnarskrá eins og upphafleg var bent á. Ég segi því nei.



[19:05]
Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég er að mörgu leyti sammála hv. þm. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur um að hin eina kórrétta leið út af fyrir sig er að þessar tekjur renni beint í ríkissjóð. Hins vegar er verið að ná sáttum um mjög mikilsvert mál eins og komið hefur fram. Þess vegna get ég fallist á að í stað þess að í greininni standi „skal fjárheimildin“ standi núna „að það sé heimilt að hún fari þessa leið.“ Mikill munur er þar á og fjárlaganefnd getur tekið ákvörðun þar um. (Gripið fram í.)



Brtt. 1797,3 (við brtt. 1762,8) samþ. með 30:14 atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BaldÞ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LRM,  MSch,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  ÍR,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  ÞKG.
5 þm. (EyH,  GBS,  HuldA,  SDG,  SIJ) greiddu ekki atkv.
14 þm. (AMG,  AtlG,  ÁJ,  ÁsmD,  GStein,  HöskÞ,  KaJúl,  LMós,  MT,  SF,  TÞH,  VigH,  ÞSa,  ÞrB) fjarstaddir.

Brtt. 1762,8 samþ. með 30:14 atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BaldÞ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LRM,  MSch,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  ÍR,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  ÞKG.
5 þm. (EyH,  GBS,  HuldA,  SDG,  SIJ) greiddu ekki atkv.
14 þm. (AMG,  AtlG,  ÁJ,  ÁsmD,  GStein,  HöskÞ,  KaJúl,  LMós,  MT,  SF,  TÞH,  VigH,  ÞSa,  ÞrB) fjarstaddir.

 7. gr., svo breytt, samþ. með 29:14 atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BaldÞ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LRM,  MSch,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ.
nei:  ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  ÍR,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  ÞKG.
5 þm. (EyH,  GBS,  HuldA,  SDG,  SIJ) greiddu ekki atkv.
15 þm. (AMG,  AtlG,  ÁJ,  ÁsmD,  GStein,  HöskÞ,  KaJúl,  LMós,  MT,  SF,  TÞH,  VigH,  ÞSa,  ÞrB,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 1762,9 samþ. með 29:14 atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BaldÞ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LRM,  MSch,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ.
nei:  ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  ÍR,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  ÞKG.
5 þm. (EyH,  GBS,  HuldA,  SDG,  SIJ) greiddu ekki atkv.
15 þm. (AMG,  AtlG,  ÁJ,  ÁsmD,  GStein,  HöskÞ,  KaJúl,  LMós,  MT,  SF,  TÞH,  VigH,  ÞSa,  ÞrB,  ÖS) fjarstaddir.

 8. gr., svo breytt, samþ. með 30:14 atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BaldÞ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LRM,  MSch,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  ÍR,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  ÞKG.
5 þm. (EyH,  GBS,  HuldA,  SDG,  SIJ) greiddu ekki atkv.
14 þm. (AMG,  AtlG,  ÁJ,  ÁsmD,  GStein,  HöskÞ,  KaJúl,  LMós,  MT,  SF,  TÞH,  VigH,  ÞSa,  ÞrB) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.